Markaregn í Meistaradeildinni Elvar Geir Magnússon skrifar 21. október 2008 20:00 Dimitar Berbatov skoraði tvívegis fyrir Manchester United í kvöld. Það var heldur betur líf og fjör í Meistaradeild Evrópu í kvöld og mikið skorað. Alls 36 mörk voru skoruð í átta leikjum en aldrei áður hefur verið skorað jafnmikið á einu Meistaradeildarkvöldi. Þremur umferðum er nú lokið í helmingi af riðlum keppninnar en neðar á síðunni má sjá öll úrslit kvöldsins. Dimitar Berbatov átti stórleik fyrir Manchester United sem vann Glasgow Celtic 3-0. Berbatov skoraði tvö fyrstu mörk United en var reyndar rangstæður í þeim báðum. Wayne Rooney er sjóðandi heitur og hefur skorað í sjö leikjum í röð en hann gerði þriðja markið. Celtic er eina lið Meistaradeildarinnar sem ekki hefur náð að skora í riðlakeppninni. Í hinum leik E-riðilsins vann Villareal sigur á danska liðinu Álaborg 6-3 í miklum markaleik. Llorente skoraði þrennu fyrir spænska liðið. Nokkuð ljóst er að United og Villareal fara upp úr riðlinum. Það var ótrúlegur leikur í F-riðli þar sem franska liðið Lyon vann 5-3 útisigur á Steaua Búkarest eftir að hafa verið undir í leiknum. Miroslav Klose, Zé Roberto og Schweinsteiger skoruðu mörk Bayern München sem vann Fiorentina 3-0. Í G-riðli gerði Arsenal góða ferð til Tyrklands og vann 5-2 útisigur. Emmanuel Adebayor, Abu Diaby, Theo Walcott, Aaron Ramsey og Alexandre Song skoruðu mörk enska liðsins. Dynamo Kiev vann útisigur á Porto í hinum leik riðilsins. Í H-riðli var stórleikur á dagskrá. Juventus vann 2-1 sigur á Real Madrid. Alessandro Del Piero og Amauri komu Juventus í 2-0 áður en Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn. E-riðill:Man Utd - Celtic 3-0 Villareal - AaB 6-3 Staðan: 1. Man Utd, 7 stig (+6 í markatölu) 2. Villareal, 7 (+4) 3. Celtic, 1 (-4) 4. AaB, 1 (-6)F-riðill: Bayern München - Fiorentina 3-0 Steaua Búkarest - Lyon 3-5 Staðan: 1. Bayern Münch, 7 stig (+4 í markatölu) 2. Lyon, 5 (+2) 3. Fiorentina, 2 (-3) 4. Steaua Búkar, 1 (-3)G-riðill: Fenerbahce - Arsenal 2-5 Porto - Dynamo Kiev 0-1 Staðan: 1. Arsenal, 7 stig (+7 í markatölu) 2. Dynamo Kiev, 5 (+1) 3. Porto, 3 (-3) 4. Fenerbahce, 1 (-5)H-riðill: Zenit St Pétursborg - BATE 1-1 Juventus - Real Madrid 2-1 Staðan: 1. Juventus, 7 stig (+2 í markatölu) 2. Real Madrid, 6 (+1) 3. BATE, 2 (-2) 4. Zenit, 1 (-2) Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Berbatov: Ekki mitt hlutverk að dæma rangstöðu Dimitar Berbatov var í skýjunum með umdeildu mörkin sín tvö í 3-0 sigrinum á Celtic. Bæði skoraði hann af stuttu færi en í endursýningum sást að hann var rangstæður í bæði skiptin. 21. október 2008 21:23 Walcott: Erum á flugi Arsenal heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeildinni og vann liðið 5-2 útisigur á Fenerbahce í kvöld. Theo Walcott skoraði annað mark Arsenal í leiknum. 21. október 2008 22:00 Del Piero: Fyrsta skrefið úr vandræðunum Reynsluboltinn Alessandro Del Piero átti góðan leik fyrir Juventus sem vann 2-1 sigur á Real Madrid í kvöld og komst á topp riðilsins. Del Piero skoraði fyrra mark Juventus með mögnuðu skoti. 21. október 2008 21:11 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Sjá meira
Það var heldur betur líf og fjör í Meistaradeild Evrópu í kvöld og mikið skorað. Alls 36 mörk voru skoruð í átta leikjum en aldrei áður hefur verið skorað jafnmikið á einu Meistaradeildarkvöldi. Þremur umferðum er nú lokið í helmingi af riðlum keppninnar en neðar á síðunni má sjá öll úrslit kvöldsins. Dimitar Berbatov átti stórleik fyrir Manchester United sem vann Glasgow Celtic 3-0. Berbatov skoraði tvö fyrstu mörk United en var reyndar rangstæður í þeim báðum. Wayne Rooney er sjóðandi heitur og hefur skorað í sjö leikjum í röð en hann gerði þriðja markið. Celtic er eina lið Meistaradeildarinnar sem ekki hefur náð að skora í riðlakeppninni. Í hinum leik E-riðilsins vann Villareal sigur á danska liðinu Álaborg 6-3 í miklum markaleik. Llorente skoraði þrennu fyrir spænska liðið. Nokkuð ljóst er að United og Villareal fara upp úr riðlinum. Það var ótrúlegur leikur í F-riðli þar sem franska liðið Lyon vann 5-3 útisigur á Steaua Búkarest eftir að hafa verið undir í leiknum. Miroslav Klose, Zé Roberto og Schweinsteiger skoruðu mörk Bayern München sem vann Fiorentina 3-0. Í G-riðli gerði Arsenal góða ferð til Tyrklands og vann 5-2 útisigur. Emmanuel Adebayor, Abu Diaby, Theo Walcott, Aaron Ramsey og Alexandre Song skoruðu mörk enska liðsins. Dynamo Kiev vann útisigur á Porto í hinum leik riðilsins. Í H-riðli var stórleikur á dagskrá. Juventus vann 2-1 sigur á Real Madrid. Alessandro Del Piero og Amauri komu Juventus í 2-0 áður en Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn. E-riðill:Man Utd - Celtic 3-0 Villareal - AaB 6-3 Staðan: 1. Man Utd, 7 stig (+6 í markatölu) 2. Villareal, 7 (+4) 3. Celtic, 1 (-4) 4. AaB, 1 (-6)F-riðill: Bayern München - Fiorentina 3-0 Steaua Búkarest - Lyon 3-5 Staðan: 1. Bayern Münch, 7 stig (+4 í markatölu) 2. Lyon, 5 (+2) 3. Fiorentina, 2 (-3) 4. Steaua Búkar, 1 (-3)G-riðill: Fenerbahce - Arsenal 2-5 Porto - Dynamo Kiev 0-1 Staðan: 1. Arsenal, 7 stig (+7 í markatölu) 2. Dynamo Kiev, 5 (+1) 3. Porto, 3 (-3) 4. Fenerbahce, 1 (-5)H-riðill: Zenit St Pétursborg - BATE 1-1 Juventus - Real Madrid 2-1 Staðan: 1. Juventus, 7 stig (+2 í markatölu) 2. Real Madrid, 6 (+1) 3. BATE, 2 (-2) 4. Zenit, 1 (-2)
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Berbatov: Ekki mitt hlutverk að dæma rangstöðu Dimitar Berbatov var í skýjunum með umdeildu mörkin sín tvö í 3-0 sigrinum á Celtic. Bæði skoraði hann af stuttu færi en í endursýningum sást að hann var rangstæður í bæði skiptin. 21. október 2008 21:23 Walcott: Erum á flugi Arsenal heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeildinni og vann liðið 5-2 útisigur á Fenerbahce í kvöld. Theo Walcott skoraði annað mark Arsenal í leiknum. 21. október 2008 22:00 Del Piero: Fyrsta skrefið úr vandræðunum Reynsluboltinn Alessandro Del Piero átti góðan leik fyrir Juventus sem vann 2-1 sigur á Real Madrid í kvöld og komst á topp riðilsins. Del Piero skoraði fyrra mark Juventus með mögnuðu skoti. 21. október 2008 21:11 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Sjá meira
Berbatov: Ekki mitt hlutverk að dæma rangstöðu Dimitar Berbatov var í skýjunum með umdeildu mörkin sín tvö í 3-0 sigrinum á Celtic. Bæði skoraði hann af stuttu færi en í endursýningum sást að hann var rangstæður í bæði skiptin. 21. október 2008 21:23
Walcott: Erum á flugi Arsenal heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeildinni og vann liðið 5-2 útisigur á Fenerbahce í kvöld. Theo Walcott skoraði annað mark Arsenal í leiknum. 21. október 2008 22:00
Del Piero: Fyrsta skrefið úr vandræðunum Reynsluboltinn Alessandro Del Piero átti góðan leik fyrir Juventus sem vann 2-1 sigur á Real Madrid í kvöld og komst á topp riðilsins. Del Piero skoraði fyrra mark Juventus með mögnuðu skoti. 21. október 2008 21:11