Kauphöllin og endurreisnin 17. desember 2008 00:01 Þórður Friðjónsson forstjóri forstjóri NASDAQ OMX Iceland. Kauphöll er spegill efnahagslífsins. Þegar vel gengur leita kauphallarvísitölur upp en þegar blikur eru á lofti leita þær niður – og þegar virkilega á bjátar falla þær eins og steinar. Bankahrunið hér á landi hefur svo sannarlega birst í NASDAQ OMX kauphöllinni á Íslandi. Þannig er Úrvalsvísitalan nú 375 stig samanborið við um og yfir 4000 fyrir bankakreppu eftir því hvaða tími er valinn til viðmiðunar. Engin dæmi eru til um svona mikla lækkun meðal þróaðra þjóða í seinni tíð. Spegillinn sýnir því ekki fagra mynd um þessar mundir. Kreppan í efnahagslífinu nú er líka dýpri en um langt skeið. Það þarf að fara aftur til síldarkreppunnar 1967/1969 til að finna áþekkar tölur um samdrátt. Þá dróst landsframleiðslan saman um 8% og þjóðartekjur um 12% borið saman við spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Seðlabanka um 10% samdrátt á næstu tveimur árum. Þeir sem muna síldarkreppuna, tala ekki um þeir sem tengdust sjávarútvegi, muna að hún var mjög erfið. En við náðum okkur fljótt á strik aftur.Svörin í framtíðarsýninniKauphöllinÞað er engin ástæða til að ætla að samdráttarskeiðið að þessu sinni verði langvinnt, þótt það verði djúpt og sárt. Íslendingum hefur að jafnaði gengið vel að vinna sig út úr áföllum. Því er hins vegar ekki að leyna að gera verður marga hluti rétt og á réttum tíma til þess að hagkerfið hrökkvi í gang og við fáum þessa hefðbundnu v-laga hagsveiflu. Þetta á auðvitað sérstaklega við um hagstjórnina, gengismál og nýmarkaðsvæðinguna. Hvað getur Kauphöllin gert? Hvert verður hlutverk hennar í endurreisn efnahagslífsins? Á hvað á að leggja áherslu á næstu mánuðum og misserum? Hvernig verður traust á hlutabréfamarkaði endurreist? Hvað getur Kauphöllin gert í því efni og hvaða úrbætur þarf á umhverfi eftirlits og löggjafar? Hvernig gerum við mest gagn í því uppbyggingarstarfi sem er fram undan? Þessum spurningum höfum við í Kauphöllinni mikið velt fyrir okkur að undanförnu. Svörin birtast að hluta í þeirri framtíðarsýn sem við vinnum með um þessar mundir. Þar er gengið út frá djúpri en skammvinnri efnahagslægð í þá veru sem að framan greinir. Að baki liggur að fylgt verði skynsamlegri efnahagsstefnu og hratt og örugglega verði horfið frá haftastefnu og ríkisafskiptum af atvinnulífi. Markaðsbúskapur verði að nýju einkennandi fyrir efnahagslífið áður en langt um líður. Þannig gerum við ráð fyrir að hagvöxtur glæðist þegar líða tekur á árið 2010 og þegar 2011 verði vöxturinn orðinn jafn meðalvexti til lengri tíma. Kauphöllin samanstendur í aðalatriðum af skuldabréfamarkaði og hlutabréfamarkaði. Að öllum líkindum verður markaðurinn með skuldabréf fljótur að ná sér. Reyndar hafa þegar birst skýr batamerki á þessum markaði. Góður upptaktur er í veltunni og við reiknum með að skuldabréfamarkaðurinn nái fullum bata þegar á næsta ári. Mikil þörf verður fyrir nýjar útgáfur skuldabréfa og markaðurinn hér á landi er bæði öflugur og skilvirkur, meðal annars er óvíða sem viðskipti parast með rafrænum hætti í jafn ríkum mæli og í íslensku kauphöllinni. Nýmarkaðsvæðing hafinAðra sögu er að segja af hlutabréfamarkaðnum. Hann er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem hann hefur verið undanfarin ár. Til marks um það má nefna að fyrir bankahrunið var samanlagt markaðsvirði skráðra félaga í Kauphöllinni um 1500 milljarðar króna eða sem samvarar um 120% af landsframleiðslu. Þetta er svipuð stærð á hlutabréfamarkaði miðað við stærð hagkerfis og algengt er í þeim löndum sem fremst standa í efnahagsmálum. Eftir hrunið er heildarvirði fyrirtækjanna um 250 milljarðar króna eða rétt um 20% af landsframleiðslu og þar með er Ísland sennilega með minnsta hlutabréfamarkaðinn af þeim löndum sem við höfum talið eðlilegt að bera okkur saman við. Hér er því mikið verk að vinna. Brýnt er að hefja sem fyrst nýmarkaðsvæðinguna. Hvergi í þeim löndum sem standa fremst á sviði efnahagsmála gegnir ríkið jafn stóru hlutverki í hagkerfinu og reyndin er orðin á Íslandi. Til að búa í haginn fyrir nýtt hagvaxtarskeið er nauðsynlegt að endurskipuleggja þjóðarbúskapinn. Í þessari endurskipulagningu felst meðal annars að færa ríkisfyrirtækin á ný í hendurnar á einstaklingum og markaðnum. Þetta ferli þarf að hefja sem fyrst. Við þurfum nýja markaðsvæðingu atvinnulífsins sem byggir á traustum innviðum, gagnsæi og skynsamlegri stjórn efnahags- og peningamála. Kauphöllin er vel í stakk búin til að sinna nýmarkaðsvæðingunni. Í því sambandi nægir að nefna að hún er hluti af alþjóðlegu fyrirtæki, NASDAQ OMX, sem rekur næst stærstu kauphöll í heimi. Hún býr að einu fullkomnasta og hraðvirkasta viðskiptakerfi sem völ er á í heiminum og sýnileiki fyrirtækja og aðgengi fjárfesta er líklega það besta sem býðst. Þetta getum við nýtt okkur í því uppbyggingarstarfi sem í hönd fer. Bati á næsta áriEn hvað er raunhæft að uppbyggingarstarfið taki langan tíma? Hér er horft til þess að í lok árs 2010 verði á ný öflugur hlutabréfamarkaður á Íslandi. Þá er miðað við að samanlagt virði skráðra félaga verði um 1000 milljarðar króna eða svo eða sem svarar til um 60-80% af landsframleiðslu. Hlutabréfamarkaðurinn yrði þar með svipaður að stærð og í Danmörku og Noregi þegar tillit er tekið til stærðar hagkerfisins. Þetta eru þau markmið sem Kauphöllin hefur sett sér. Í stuttu máli að skuldabréfamarkaðurinn nái sér að fullu á árinu 2009 og að hlutabréfamarkaðurinn verði kominn í ásættanlegt horf fyrir lok árs 2010. Til þess að umrædd markmið náist þarf margt að ganga upp við endurreisn efnahagslífsins. Þar skiptir mestu máli að efnahagslífið rétti úr kútnum í samræmi við þá spá sem lýst var hér á undan og öflugum markaðsbúskap verði aftur komið á. Það eru forsendur nýs hagvaxtarskeiðs. Þetta er hægt að gera og myndin af efnahagslífinu í Kauphöllinni getur litið býsna vel út að tveimur árum liðnum ef vel er á málum haldið. Markaðir Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Kauphöll er spegill efnahagslífsins. Þegar vel gengur leita kauphallarvísitölur upp en þegar blikur eru á lofti leita þær niður – og þegar virkilega á bjátar falla þær eins og steinar. Bankahrunið hér á landi hefur svo sannarlega birst í NASDAQ OMX kauphöllinni á Íslandi. Þannig er Úrvalsvísitalan nú 375 stig samanborið við um og yfir 4000 fyrir bankakreppu eftir því hvaða tími er valinn til viðmiðunar. Engin dæmi eru til um svona mikla lækkun meðal þróaðra þjóða í seinni tíð. Spegillinn sýnir því ekki fagra mynd um þessar mundir. Kreppan í efnahagslífinu nú er líka dýpri en um langt skeið. Það þarf að fara aftur til síldarkreppunnar 1967/1969 til að finna áþekkar tölur um samdrátt. Þá dróst landsframleiðslan saman um 8% og þjóðartekjur um 12% borið saman við spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Seðlabanka um 10% samdrátt á næstu tveimur árum. Þeir sem muna síldarkreppuna, tala ekki um þeir sem tengdust sjávarútvegi, muna að hún var mjög erfið. En við náðum okkur fljótt á strik aftur.Svörin í framtíðarsýninniKauphöllinÞað er engin ástæða til að ætla að samdráttarskeiðið að þessu sinni verði langvinnt, þótt það verði djúpt og sárt. Íslendingum hefur að jafnaði gengið vel að vinna sig út úr áföllum. Því er hins vegar ekki að leyna að gera verður marga hluti rétt og á réttum tíma til þess að hagkerfið hrökkvi í gang og við fáum þessa hefðbundnu v-laga hagsveiflu. Þetta á auðvitað sérstaklega við um hagstjórnina, gengismál og nýmarkaðsvæðinguna. Hvað getur Kauphöllin gert? Hvert verður hlutverk hennar í endurreisn efnahagslífsins? Á hvað á að leggja áherslu á næstu mánuðum og misserum? Hvernig verður traust á hlutabréfamarkaði endurreist? Hvað getur Kauphöllin gert í því efni og hvaða úrbætur þarf á umhverfi eftirlits og löggjafar? Hvernig gerum við mest gagn í því uppbyggingarstarfi sem er fram undan? Þessum spurningum höfum við í Kauphöllinni mikið velt fyrir okkur að undanförnu. Svörin birtast að hluta í þeirri framtíðarsýn sem við vinnum með um þessar mundir. Þar er gengið út frá djúpri en skammvinnri efnahagslægð í þá veru sem að framan greinir. Að baki liggur að fylgt verði skynsamlegri efnahagsstefnu og hratt og örugglega verði horfið frá haftastefnu og ríkisafskiptum af atvinnulífi. Markaðsbúskapur verði að nýju einkennandi fyrir efnahagslífið áður en langt um líður. Þannig gerum við ráð fyrir að hagvöxtur glæðist þegar líða tekur á árið 2010 og þegar 2011 verði vöxturinn orðinn jafn meðalvexti til lengri tíma. Kauphöllin samanstendur í aðalatriðum af skuldabréfamarkaði og hlutabréfamarkaði. Að öllum líkindum verður markaðurinn með skuldabréf fljótur að ná sér. Reyndar hafa þegar birst skýr batamerki á þessum markaði. Góður upptaktur er í veltunni og við reiknum með að skuldabréfamarkaðurinn nái fullum bata þegar á næsta ári. Mikil þörf verður fyrir nýjar útgáfur skuldabréfa og markaðurinn hér á landi er bæði öflugur og skilvirkur, meðal annars er óvíða sem viðskipti parast með rafrænum hætti í jafn ríkum mæli og í íslensku kauphöllinni. Nýmarkaðsvæðing hafinAðra sögu er að segja af hlutabréfamarkaðnum. Hann er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem hann hefur verið undanfarin ár. Til marks um það má nefna að fyrir bankahrunið var samanlagt markaðsvirði skráðra félaga í Kauphöllinni um 1500 milljarðar króna eða sem samvarar um 120% af landsframleiðslu. Þetta er svipuð stærð á hlutabréfamarkaði miðað við stærð hagkerfis og algengt er í þeim löndum sem fremst standa í efnahagsmálum. Eftir hrunið er heildarvirði fyrirtækjanna um 250 milljarðar króna eða rétt um 20% af landsframleiðslu og þar með er Ísland sennilega með minnsta hlutabréfamarkaðinn af þeim löndum sem við höfum talið eðlilegt að bera okkur saman við. Hér er því mikið verk að vinna. Brýnt er að hefja sem fyrst nýmarkaðsvæðinguna. Hvergi í þeim löndum sem standa fremst á sviði efnahagsmála gegnir ríkið jafn stóru hlutverki í hagkerfinu og reyndin er orðin á Íslandi. Til að búa í haginn fyrir nýtt hagvaxtarskeið er nauðsynlegt að endurskipuleggja þjóðarbúskapinn. Í þessari endurskipulagningu felst meðal annars að færa ríkisfyrirtækin á ný í hendurnar á einstaklingum og markaðnum. Þetta ferli þarf að hefja sem fyrst. Við þurfum nýja markaðsvæðingu atvinnulífsins sem byggir á traustum innviðum, gagnsæi og skynsamlegri stjórn efnahags- og peningamála. Kauphöllin er vel í stakk búin til að sinna nýmarkaðsvæðingunni. Í því sambandi nægir að nefna að hún er hluti af alþjóðlegu fyrirtæki, NASDAQ OMX, sem rekur næst stærstu kauphöll í heimi. Hún býr að einu fullkomnasta og hraðvirkasta viðskiptakerfi sem völ er á í heiminum og sýnileiki fyrirtækja og aðgengi fjárfesta er líklega það besta sem býðst. Þetta getum við nýtt okkur í því uppbyggingarstarfi sem í hönd fer. Bati á næsta áriEn hvað er raunhæft að uppbyggingarstarfið taki langan tíma? Hér er horft til þess að í lok árs 2010 verði á ný öflugur hlutabréfamarkaður á Íslandi. Þá er miðað við að samanlagt virði skráðra félaga verði um 1000 milljarðar króna eða svo eða sem svarar til um 60-80% af landsframleiðslu. Hlutabréfamarkaðurinn yrði þar með svipaður að stærð og í Danmörku og Noregi þegar tillit er tekið til stærðar hagkerfisins. Þetta eru þau markmið sem Kauphöllin hefur sett sér. Í stuttu máli að skuldabréfamarkaðurinn nái sér að fullu á árinu 2009 og að hlutabréfamarkaðurinn verði kominn í ásættanlegt horf fyrir lok árs 2010. Til þess að umrædd markmið náist þarf margt að ganga upp við endurreisn efnahagslífsins. Þar skiptir mestu máli að efnahagslífið rétti úr kútnum í samræmi við þá spá sem lýst var hér á undan og öflugum markaðsbúskap verði aftur komið á. Það eru forsendur nýs hagvaxtarskeiðs. Þetta er hægt að gera og myndin af efnahagslífinu í Kauphöllinni getur litið býsna vel út að tveimur árum liðnum ef vel er á málum haldið.
Markaðir Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira