Messi bjargaði Barcelona - 100. mark Gerrard Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. október 2008 20:44 Steven Gerrard fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Liverpool og Barcelona unnu góða sigra í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea gerði jafntefli í Rúmeníu. Snemma varð ljóst í leik Liverpool og PSV Eindhoven í D-riðli að þeir hollensku ætluðu að pakka í vörn og treysta á skyndisóknir. En þeir áttu ekkert svar við hröðum sóknarleik Liverpool og strax á fjórðu mínútu uppskáru heimamenn horn. Upp úr því kom fyrsta markið sem Dirk Kuyt skoraði eftir að Andreas Isaksson hafði varið frá Fernando Torres. Stuttu síðar lagði svo Torres upp mark fyrir Robbie Keane, hans fyrsta fyrir Liverpool. Sendingin kom frá hægri og snerting Keane var glæsileg - boltinn læddist í hornið. Til að kóróna daginn náði Steven Gerrard að skora sitt 100. mark fyrir Liverpool með marki upp úr aukaspyrnu í síðari hálfleik. Ekta mark fyrir Gerrard og einkar glæsilegt. Skipti engu þó svo að Danny Koevermans hafi minnkað muninn fyrir PSV aðeins mínútu síðar. Barcelona lenti í kröppum dansi í Úkraínu er liðið mætti Shaktar Donetsk í C-riðli. Það var Ilsinho sem kom heimamönnum yfir með marki undir lok fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar lengi. Það er að segja þar til að Pep Guardiola, stjóri Barcelona, gerði þrjár breytingar og setti þá Lionel Messi, Bojan Krkic og Eið Smára Guðjohnsen inn á. Því er skemmst frá að segja að Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis fyrir Börsunga og tryggði þeim ótrúlegan sigur í leiknum. Fyrra markið kom eftir fyrirgjöf Krkic frá hægri en markvörður þeirra úkraínsku missti boltann úr greipum sér. Messi þurfti því bara að ýta boltanum yfir línuna. Xavi lagði svo upp sigurmark Messi þegar tuttugu sekúndur voru eftir að uppbótartímanum. Messi fékk boltann inn í teignum og lyfti honum yfir markvörðinn. Ótrúlegur sigur Börsunga staðreynd. Í A-riðli gerði Chelsea markalaust jafntefli við Cluj á útivelli og Rómverjar unnu góðan sigur á Bordeaux í Frakklandi, 3-1. Þá má einnig greina frá því að kýpverska liðið Anorthosis vann góðan 3-1 sigur á Panathinaikos á heimavelli í kvöld. Kýpverjarnir lögðu Olympiakos í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því litla liður frá Kýpur lagt risana tvo frá Grikklandi í Meistaradeildinni á tímabilinu.Úrslit kvöldsins: A-riðill:Cluj - Chelsea 0-0Bordeaux - Roma 1-2 1-0 Yoann Gourcuff (18.) 1-1 Mirko Vucinic (64.) 1-2 Julio Baptista (71.) Rautt: Henrique, Bordeaux (36.)Staðan: Chelsea 4 stig (+4 í markatölu) Cluj 4 (+1) Roma 3 (+1) Bordeaux 0 (-6) B-riðill:Anorthosis - Panathinaikos 3-1 1-0 Sarrigui, sjálfsmark (11.) 2-0 Sinisa Kobrasinovic (15.) 2-1 Dimitrios Salpingidis, víti (28.) 3-1 Hawar Taher (78.)Inter - Bremen 1-1 1-0 Maicon (13.) 1-1 Claudio Pizarro (62.)Staðan: Anorthosis 4 stig (+2 í markatölu) Inter 4 (+2) Bremen 2 (0) Panathinaikos 0 (-4) C-riðill:Sporting Lissabon - Basel 2-0 1-0 Leandro Romagnoli (55.) 2-0 Derlei (86.)Shaktar Donetskt - Barcelona 1-2 1-0 Ilsinho (45.) 1-1 Lionel Messi (86.) 1-2 Lionel Messi (94.)Staðan: Barcelona 6 stig (+3 í markatölu) Shaktar 3 (0) Sporting 3 (0) Basel 0 (-3) D-riðill:Liverpool - PSV Eindhoven 3-1 1-0 Dirk Kuyt (5.) 2-0 Robbie Keane (34.) 3-0 Steven Gerrard (76.) 3-1 Danny Koevermans (77.)Atletico Madrid - Marseille 2-1 1-0 Sergio Agüero (4.) 1-1 Mamadou Niang (16.) 2-1 Raul Garcia (22.) Staðan: Atletico 6 stig (+4 í markatölu) Liverpool 6 (+3) Marseille 0 (-2) PSV 0 (-5) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund Sjá meira
Liverpool og Barcelona unnu góða sigra í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea gerði jafntefli í Rúmeníu. Snemma varð ljóst í leik Liverpool og PSV Eindhoven í D-riðli að þeir hollensku ætluðu að pakka í vörn og treysta á skyndisóknir. En þeir áttu ekkert svar við hröðum sóknarleik Liverpool og strax á fjórðu mínútu uppskáru heimamenn horn. Upp úr því kom fyrsta markið sem Dirk Kuyt skoraði eftir að Andreas Isaksson hafði varið frá Fernando Torres. Stuttu síðar lagði svo Torres upp mark fyrir Robbie Keane, hans fyrsta fyrir Liverpool. Sendingin kom frá hægri og snerting Keane var glæsileg - boltinn læddist í hornið. Til að kóróna daginn náði Steven Gerrard að skora sitt 100. mark fyrir Liverpool með marki upp úr aukaspyrnu í síðari hálfleik. Ekta mark fyrir Gerrard og einkar glæsilegt. Skipti engu þó svo að Danny Koevermans hafi minnkað muninn fyrir PSV aðeins mínútu síðar. Barcelona lenti í kröppum dansi í Úkraínu er liðið mætti Shaktar Donetsk í C-riðli. Það var Ilsinho sem kom heimamönnum yfir með marki undir lok fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar lengi. Það er að segja þar til að Pep Guardiola, stjóri Barcelona, gerði þrjár breytingar og setti þá Lionel Messi, Bojan Krkic og Eið Smára Guðjohnsen inn á. Því er skemmst frá að segja að Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis fyrir Börsunga og tryggði þeim ótrúlegan sigur í leiknum. Fyrra markið kom eftir fyrirgjöf Krkic frá hægri en markvörður þeirra úkraínsku missti boltann úr greipum sér. Messi þurfti því bara að ýta boltanum yfir línuna. Xavi lagði svo upp sigurmark Messi þegar tuttugu sekúndur voru eftir að uppbótartímanum. Messi fékk boltann inn í teignum og lyfti honum yfir markvörðinn. Ótrúlegur sigur Börsunga staðreynd. Í A-riðli gerði Chelsea markalaust jafntefli við Cluj á útivelli og Rómverjar unnu góðan sigur á Bordeaux í Frakklandi, 3-1. Þá má einnig greina frá því að kýpverska liðið Anorthosis vann góðan 3-1 sigur á Panathinaikos á heimavelli í kvöld. Kýpverjarnir lögðu Olympiakos í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því litla liður frá Kýpur lagt risana tvo frá Grikklandi í Meistaradeildinni á tímabilinu.Úrslit kvöldsins: A-riðill:Cluj - Chelsea 0-0Bordeaux - Roma 1-2 1-0 Yoann Gourcuff (18.) 1-1 Mirko Vucinic (64.) 1-2 Julio Baptista (71.) Rautt: Henrique, Bordeaux (36.)Staðan: Chelsea 4 stig (+4 í markatölu) Cluj 4 (+1) Roma 3 (+1) Bordeaux 0 (-6) B-riðill:Anorthosis - Panathinaikos 3-1 1-0 Sarrigui, sjálfsmark (11.) 2-0 Sinisa Kobrasinovic (15.) 2-1 Dimitrios Salpingidis, víti (28.) 3-1 Hawar Taher (78.)Inter - Bremen 1-1 1-0 Maicon (13.) 1-1 Claudio Pizarro (62.)Staðan: Anorthosis 4 stig (+2 í markatölu) Inter 4 (+2) Bremen 2 (0) Panathinaikos 0 (-4) C-riðill:Sporting Lissabon - Basel 2-0 1-0 Leandro Romagnoli (55.) 2-0 Derlei (86.)Shaktar Donetskt - Barcelona 1-2 1-0 Ilsinho (45.) 1-1 Lionel Messi (86.) 1-2 Lionel Messi (94.)Staðan: Barcelona 6 stig (+3 í markatölu) Shaktar 3 (0) Sporting 3 (0) Basel 0 (-3) D-riðill:Liverpool - PSV Eindhoven 3-1 1-0 Dirk Kuyt (5.) 2-0 Robbie Keane (34.) 3-0 Steven Gerrard (76.) 3-1 Danny Koevermans (77.)Atletico Madrid - Marseille 2-1 1-0 Sergio Agüero (4.) 1-1 Mamadou Niang (16.) 2-1 Raul Garcia (22.) Staðan: Atletico 6 stig (+4 í markatölu) Liverpool 6 (+3) Marseille 0 (-2) PSV 0 (-5)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund Sjá meira