„Við erum ekki með gjalddaga á bakinu þar til árið 2010. Það er langur tími í dag," segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri afþreyingafyrirtækisins Senu. Hann segir fyrirtækið í góðri stöðu á íslenskum afþreyingarmarkaði.
Eins og kunnugt er keypti Sena Skífuna af Árdegi um síðustu mánaðamót. Sena heyrir undir 365 efh. Undir samstæðuhattinum eru sömuleiðis 365 miðlar, sem Jón Ásgeir Jóhannesson og hópur stjórnarteymis keyptu um svipað leyti.
Fjárfestarnir yfirtóku skuldir 365 upp á allt að 4,9 milljarða auk þess sem reiðufjárgreiðsla upp á 1,5 milljarða verður nýtt til að lækka skuldir. Engin lántaka var vegna kaupa á Skífunni en fastafjármunir og lager koma á móti þeim birgjaskuldum sem eru yfirteknar, samkvæmt upplýsingum frá Ara Edwald, forstjóra 365.
Eftir sölu 365 miðla stendur Sena og 63 prósenta hlutur í EFG eftir í samstæðunni. Samþykki Samkeppniseftirlitið kaup Senu á Skífunni verða eftirstandandi skuldir þrír milljarðar króna. Stærstu hlutinn er á gjalddaga í upphafi árs 2010.
Næstu gjalddagar 2010

Mest lesið

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent


Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent


Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís
Viðskipti innlent

Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum
Viðskipti erlent

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent