Leikur Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge er kominn í framlengingu eftir að staðan var jöfn 1-1 eftir 90 mínútur. Didier Drogba kom Chelsea yfir á 33. mínútu eftir frábæran fyrri hálfleik hjá Chelsea, en gestirnir voru miklu frískari í þeim síðari og það var Fernando Torres sem jafnaði leikinn.
Torres skoraði eftir glæsilegan undirbúning frá Yossi Benayoun á 64. mínútu, en Ísraelsmaðurinn lagði markið upp aðeins tveimur mínútum eftir að hann var tekinn af vinstri kantinum og settur á þann hægri.
Mark Torres var hans sjötta í Evrópukeppninni og 31. í vetur.