Liverpool mátti sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Atletico Madrid á útivelli í Meistaradeildinni í kvöld. Á sama tíma vann Chelsea 1-0 sigur á Roma á heimavelli.
Í A-riðli vann franska liðið Bordeaux 1-0 sigur á öskubuskuliðinu Cluj frá Transilvaníu. Það var sjálfsmark á 54. mínútu sem réði úrslitum í leiknum. Chelsea lagði Roma 1-0 með marki fyrirliðans John Terry á 77. mínútu.
Chelsea er á toppi riðilsins með 7 stig eftir þrjá leiki en Cluj hefur 4 stig. Roma er með 3 stig í þriðja sæti líkt og Bordeaux og þarf heldur betur að taka sig á.
Í B-riðli vann Inter Milan 1-0 sigur á Anorthosis á heimavelli þar sem Adriano skoraði sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks. Þá gerðu Panathinaikos og Bremen 2-2 jafntefli í hörkuleik.
Inter hefur 7 stig á toppi riðilsins og er í góðum málum en Anorthosis kemur næst með 4 stig. Bremen hefur 3 stig og Pananthinaikos 1.
Í C-riðli vann Sporting 1-0 útisigur á Shaktar Donetsk og Barcelona burstaði Basel 5-0 á útivelli þa sem Bojan skoraði tvívegis og Messi, Busquets og Xavi eitt mark hver.
Barcelona er með 9 stig og fullt hús á toppi riðilsins en Sporting er í öðru með 6 stig. Shaktar hefur 3 stig og Basel ekkert.
Í D-riðli skildu Atletico og Liverpool jöfn 1-1 í Madrid þar sem Robbie Keane kom enska liðinu yfir eftir 14 mínútur en Simao jafnaði fyrir heimamenn þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Loks vann PSV 2-0 sigur á Marseille með tveimur mörkum fá Danny Kovermans á 71. og 85. mínútu.
Liverpool og Atletico hafa 7 stig á toppi riðilsins, PSV hefur 3 stig og Marseille ekkert.