Um helgina fer fram árlegt hraðmót Vals í körfubolta þar sem átta lið eru skráð til leiks að þessu sinni. Liðunum verður skipt í tvo fjögurra liða riðla og þar af eru fjögur lið úr úrvalsdeild og fjögur úr 1. deild.
Leikar hefjast á laugardagsmorgun, en ekki er búið að festa leikjaniðurröðun á mótinu enn sem komið er.
Riðlana má sjá hér fyrir neðan:
A-riðill:
Valur
ÍR
Stjarnan
KFÍ
B-riðill:
KR
Þór Akureyri
Haukar
Ármann