Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Sporting í Meistaradeild Evrópu. Alls eru átta leikir á dagskrá í deildinni í kvöld og þrír þeirra verða sýndir beint á sportrásum Stöðvar 2.
Hér fyrir neðan má sjá leiki kvöldsins, en þeir hefjast allir klukkan 18:45.
A-riðill:
18:45 Chelsea - Bordeaux - Stöð2 Sport3
18:45 Roma - CFR Cluj-Napoca
B-riðill:
18:45 Panathinaikos - Inter Milan
18:45 Werder Bremen - Anorthosis Famagusta
C-riðill:
18:45 Barcelona - Sporting - Stöð2 Sport4
18:45 Basel - Shakhtar Donetsk
D-riðill:
18:45 Marseille - Liverpool - Stöð2 Sport
18:45 PSV - Atletico Madrid