Forvarnir Dr. Gunni skrifar 11. desember 2008 10:04 Aumingja homo sapiens að vera svona ófullkominn. Hér velkjumst við á þrautagöngunni á milli lífs og dauða, hallærislega mannleg og asnaleg eithvað. Stórar líkur eru á að við förum okkur að voða á einn eða annan hátt. Því er reynt að afstýra mannlegum harmleikjum með forvörnum.Eflaust kom einhver dópistinn eða drykkjurúturinn og sagði okkur í menntaskólanum að það væri rugl, en ég man bara óljóst eftir þeim sem kom og fræddi okkur krakkana um alnæmi. Það eina sem ég man er að hann sagði að sjúkdómurinn hefði byrjað í öpum í Afríku. Mig langaði rosalega til að spyrja hvernig þetta hefði smitast frá öpum í menn en þorði það ekki í bælingu minni. Líklega vissi ég svarið en langaði bara til að heyra það frá fagaðila.Í tilefni af jólahátíðinni eru svínin frá ÁTVR farin að rúlla í auglýsingatímunum. Áhugaleikarar sýna stórleik með svínstrýni og minna okkur á að drekka ekki frá okkur vit og rænu. Það er svakalegur tvískinnungur í því að ÁTVR kosti auglýsinguna. Við sköffum búsið, en elskan mín góða, þú verður að passa þig á að drekka ekki of mikið. Ef þú drekkur passlega verðurðu svona mátulega hress og kátur og það er alveg æðislegt, en ef þú drekkur of mikið fer allt til helvítis.Ég hef ekki hugmynd um hvort hægt sé að hafa hemil á mannlegum brestum með auglýsingaherferðum. Ef bara einn hættir við að skemma jólin heima hjá sér með drykkjurugli eftir að hafa séð svínin frá ÁTVR er þó herferðin vissulega réttlætanleg.Nú er miklu meira lagt á okkur en sammannlegu brestirnir. Að auki leggst á okkur sú smán að hafa klúðrað því að vera pínkulítið og forríkt krúttþjóðfélag í að vera pínkulítið, illa stjórnað og svívirðilega skuldsett þjóðfélag þar sem misskiptingin grasserar og venjulegt fólk er að verða vitlaust af pirringi og reiði. Kannski hefði verið hægt að koma í veg fyrir hrunið með forvörnum. Jakkafataklæddir áhugaleikarar með svínstrýni hefðu velst um í peningahaugum slefandi og rýtandi undir slagorðinu "Ekki láta græðgina breyta ykkur í svín". Herferðin hefði verið keyrð skömmu fyrir ársfjórðungsuppgjör bankanna. Sjálfsstæðisflokkurinn hefði náttúrulega borgað brúsann - það er gott að græða, en samt ekki of mikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Aumingja homo sapiens að vera svona ófullkominn. Hér velkjumst við á þrautagöngunni á milli lífs og dauða, hallærislega mannleg og asnaleg eithvað. Stórar líkur eru á að við förum okkur að voða á einn eða annan hátt. Því er reynt að afstýra mannlegum harmleikjum með forvörnum.Eflaust kom einhver dópistinn eða drykkjurúturinn og sagði okkur í menntaskólanum að það væri rugl, en ég man bara óljóst eftir þeim sem kom og fræddi okkur krakkana um alnæmi. Það eina sem ég man er að hann sagði að sjúkdómurinn hefði byrjað í öpum í Afríku. Mig langaði rosalega til að spyrja hvernig þetta hefði smitast frá öpum í menn en þorði það ekki í bælingu minni. Líklega vissi ég svarið en langaði bara til að heyra það frá fagaðila.Í tilefni af jólahátíðinni eru svínin frá ÁTVR farin að rúlla í auglýsingatímunum. Áhugaleikarar sýna stórleik með svínstrýni og minna okkur á að drekka ekki frá okkur vit og rænu. Það er svakalegur tvískinnungur í því að ÁTVR kosti auglýsinguna. Við sköffum búsið, en elskan mín góða, þú verður að passa þig á að drekka ekki of mikið. Ef þú drekkur passlega verðurðu svona mátulega hress og kátur og það er alveg æðislegt, en ef þú drekkur of mikið fer allt til helvítis.Ég hef ekki hugmynd um hvort hægt sé að hafa hemil á mannlegum brestum með auglýsingaherferðum. Ef bara einn hættir við að skemma jólin heima hjá sér með drykkjurugli eftir að hafa séð svínin frá ÁTVR er þó herferðin vissulega réttlætanleg.Nú er miklu meira lagt á okkur en sammannlegu brestirnir. Að auki leggst á okkur sú smán að hafa klúðrað því að vera pínkulítið og forríkt krúttþjóðfélag í að vera pínkulítið, illa stjórnað og svívirðilega skuldsett þjóðfélag þar sem misskiptingin grasserar og venjulegt fólk er að verða vitlaust af pirringi og reiði. Kannski hefði verið hægt að koma í veg fyrir hrunið með forvörnum. Jakkafataklæddir áhugaleikarar með svínstrýni hefðu velst um í peningahaugum slefandi og rýtandi undir slagorðinu "Ekki láta græðgina breyta ykkur í svín". Herferðin hefði verið keyrð skömmu fyrir ársfjórðungsuppgjör bankanna. Sjálfsstæðisflokkurinn hefði náttúrulega borgað brúsann - það er gott að græða, en samt ekki of mikið.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun