Þýski landsliðsmaðurinn Michael Ballack verður á ný í leikmannahópi Chelsea þegar liðið tekur á móti franska liðinu Bordeaux í Meistaradeildinni annað kvöld.
Ballack spilaði síðast með Chelsea gegn Wigan þann 24. ágúst sl. en hann hefur verið frá í þrjár vikur vegna fótameiðsla. Þá verður framherjinn Didier Drogba væntanlega klár eftir að hafa spilað síðustu 20 mínúturnar í sigri Chelsea gegn Manchester City á laugardag.
Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 annað kvöld.