Spænska pressan rífur Barcelona í sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2008 11:18 Eiður Smári Guðjohnsen og Thierry Henry ganga heldur niðurlútir af velli í gær. Nordic Photos / Getty Images Spænskir fjölmiðlar eru allt annað en sáttir við að Barcelona hafi fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær. „Liðið er búið," sagði í fyrirsögn á forsíðu Sport í morgun og El Mundo Deportivo sagði að þetta væri „endalok á kafla í sögu liðsins". Barcelona varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en slæmt gengi liðsins í deildinni í ár og tapið fyrir Manchester United í gær gerir það að verkum að liðið vinnur enga titla í ár, rétt eins og í fyrra. Það sé ekki stórliði eins og Barcelona til sóma. Ronaldinho átti stóran þátt í því að félagið varð spænskur meistari tvö ár í röð og auk þess Evrópumeistari en fullvíst þykir að hann sé á leið frá félaginu nú í sumar. Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri liðsins, þykir einnig valtur í sessi og veðja margir á að hann fari einnig í sumar. Spænska pressan hefur haldið því fram að fleiri leikmenn séu á leið frá félaginu, til að mynda Deco, Rafael Marquez, Gianluca Zambrotta, Lilian Thuram og Thierry Henry. Sjálfur hefur Rijkaard alltaf neitað því að hann ætli að segja starfi sínu lausu en Deco segir að nú sé kominn tími til aðgerða. „Við berum allir ábyrgð á þessu og við verðum að hugsa um hvað þarf að gera til að koma félaginu aftur á sigurbraut. Við höfum misstigið okkur í lykilleikjum í deildinni og komumst ekki í úrslit Meistaradeildarinnar." Þetta er mjög frábrugðið þeim væntingum sem voru gerðar til liðsins í haust er Thierry Henry var fenginn til félagsins. Þá var rætt um að sóknarþungi liðsins yrði mikill með þeim Ronaldinho, Messi, Eto'o og Henry. Annað hefur komið á daginn enda Barcelona ekki tekist að skora í mörgum lykilleikjum á tímabilinu. Eto'o, Messi og Ronaldinho hafa allir átt við meiðsli að stríða auk þess sem sá fyrstnefndi var lengi fjarverandi vegna Afríkukeppninnar í janúar. Henry hefur átt við ýmis vandamál í sínu einkalífi að stríða og sjaldan náð að standa undir væntingum. Einn af fáum ljósu punktunum í liði Börsunga í ár er innkoma hins sautján ára Bojan Krkic en framtíðin er vissulega björt hjá honum. Örlög Eiðs Smára Guðjohnsen eru óljós hjá félaginu en hann hefur ávallt sagt að hann hafi engin plön um að færa sig um set frá Barcelona á meðan að samningur hans er enn í gildi. Hann hefur hins vegar ítrekað verið orðaður við fjöldamörg lið víða um Evrópu þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar eru allt annað en sáttir við að Barcelona hafi fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær. „Liðið er búið," sagði í fyrirsögn á forsíðu Sport í morgun og El Mundo Deportivo sagði að þetta væri „endalok á kafla í sögu liðsins". Barcelona varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en slæmt gengi liðsins í deildinni í ár og tapið fyrir Manchester United í gær gerir það að verkum að liðið vinnur enga titla í ár, rétt eins og í fyrra. Það sé ekki stórliði eins og Barcelona til sóma. Ronaldinho átti stóran þátt í því að félagið varð spænskur meistari tvö ár í röð og auk þess Evrópumeistari en fullvíst þykir að hann sé á leið frá félaginu nú í sumar. Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri liðsins, þykir einnig valtur í sessi og veðja margir á að hann fari einnig í sumar. Spænska pressan hefur haldið því fram að fleiri leikmenn séu á leið frá félaginu, til að mynda Deco, Rafael Marquez, Gianluca Zambrotta, Lilian Thuram og Thierry Henry. Sjálfur hefur Rijkaard alltaf neitað því að hann ætli að segja starfi sínu lausu en Deco segir að nú sé kominn tími til aðgerða. „Við berum allir ábyrgð á þessu og við verðum að hugsa um hvað þarf að gera til að koma félaginu aftur á sigurbraut. Við höfum misstigið okkur í lykilleikjum í deildinni og komumst ekki í úrslit Meistaradeildarinnar." Þetta er mjög frábrugðið þeim væntingum sem voru gerðar til liðsins í haust er Thierry Henry var fenginn til félagsins. Þá var rætt um að sóknarþungi liðsins yrði mikill með þeim Ronaldinho, Messi, Eto'o og Henry. Annað hefur komið á daginn enda Barcelona ekki tekist að skora í mörgum lykilleikjum á tímabilinu. Eto'o, Messi og Ronaldinho hafa allir átt við meiðsli að stríða auk þess sem sá fyrstnefndi var lengi fjarverandi vegna Afríkukeppninnar í janúar. Henry hefur átt við ýmis vandamál í sínu einkalífi að stríða og sjaldan náð að standa undir væntingum. Einn af fáum ljósu punktunum í liði Börsunga í ár er innkoma hins sautján ára Bojan Krkic en framtíðin er vissulega björt hjá honum. Örlög Eiðs Smára Guðjohnsen eru óljós hjá félaginu en hann hefur ávallt sagt að hann hafi engin plön um að færa sig um set frá Barcelona á meðan að samningur hans er enn í gildi. Hann hefur hins vegar ítrekað verið orðaður við fjöldamörg lið víða um Evrópu þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira