Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði Manchester United sem mætir Villareal í Meistaradeildinni í kvöld. Ronaldo fór meiddur af velli gegn Aston Villa á laugardaginn og var talið líklegt að hann yrði hvíldur í kvöld.
Tomasz Kuszczak stendur í markinu en Carlos Tevez er geymdur á bekknum á meðan Anderson fær það hlutverk að veita Wayne Rooney stuðning í sókninni.
Byrjunarlið Manchester United: Kuszczak (m); OShea, Evans, Ferdinand, Evra; Ronaldo, Carrick, Fletcher, Nani; Anderson, Rooney.
Leikur Villareal og Manchester United hefst 19:45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.