Portúgalska lögreglan íhugar að kæra Kate MacCann, móður Madeleine litlu fyrir vanrækslu. Hún ætti þá yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Vanrækslan felst í því að hafa skilið börn sín þrjú eftir ein á hótelherbergi meðan hún borðaði kvöldverð með eiginmanni sínum og vinum.
Samkvæmt porútölskum lögum er hægt að fangelsa foreldra sína ef þeir stofna börnum sínum í hættu með vanrækslu.
Þessar fréttir hafa vakið mikla reiði í Bretlandi. Margir sérfræðingar hafa tjáð sig við blaðið The People og sagt að portúgalska lögreglan vilji með þessu reyna að réttlæta allan þann tíma sem hún eyddi í að rannsaka foreldrana og kenna þeim um hvarfið án nokkurs árangurs.
Vilja kæra móður Maddíar fyrir vanrækslu
Óli Tynes skrifar
