Óvæntustu úrslit kvöldsins í Meistaradeild Evrópu voru klárlega 2-1 útisigur CFR Cluj-Napoca frá Rúmeníu á ítalska liðinu Roma. Lið Cluj var að spila sinn fyrsta Meistaradeildarleik í sögunni.
„Við gerðum suma hluti nokkuð vel en aðra mjög illa. Við vorum virkilega óskipulagðir í seinni hálfleik," sagði Luciano Spalletti, þjálfari Roma, eftir þetta tap Rómverja.
„Leikmenn virkuðu stressaðir og það var erfitt að sýna styrk okkar. Vandræðin eiga sér bæði líkamlega og hugarfarslegar skýringa. Þegar illa gengur þá hverfur þetta þægilega andrúmsloft og of mikið óðagot kemur upp," sagði Spalletti.
„Eitt af fáu jákvæðu eru viðbrögð leikmanna eftir leikinn. Þeir vita að þessi úrslit eru ekki ásættanleg og þeir þurfa að bæta leik sinn. Tímabilið er nýbyrjað og það er hægt að snúa dæminu við."