Fótbolti

Benitez hefur áhyggjur af dómaranum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafael Benitez, stjóri Liverpool.
Rafael Benitez, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur áhyggjur af ítalska dómaranum sem dæmir leik Chelsea og Liverpool í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.

Dómarinn, Roberto Rossetti, hefur dæmt sex leiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Allir nema einn hafa endað með heimasigri. Hinn var viðureign Valencia og Chelsea sem lauk með sigri síðarnefnda liðsins.

„Þetta er mjög grunsamlegt," sagði Benitez. „Ef hann veit að hann þarf að vera sterkur er þetta allt í lagi," bætti hann við.

Benitez gagnrýndi dómara fyrri viðureign liðanna fyrir að veita of langan uppbótartíma en John Arne Riise, leikmaður Liverpool, skoraði sjálfsmark á 95. mínútu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Hann segir þó að það skipti ekki máli nú.

„Við verðum að einbeita okkur að því að komast í úrslitaleikinn. Við verðum að gera réttu hlutina."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×