Eiður lofar Paul Scholes Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2008 18:44 Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við Sunday Mirror í dag að félagar sínir í Barcelona þurfi að hafa sérstaklega góðar gætur á Paul Scholes. Barcelona mætir Manchester United í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöldið. Margir horfa til þessara leikja sem einvígi Cristiano Ronaldo og Lionel Messi en Eiður segir að þetta snúist um meira en bara þessa tvo leikmenn. „Ég er meiri aðdáandi Paul Scholes en Ronaldo. Ronaldo er frábær leikmaður en hann er með tíu frábæra leikmenn í kringum sig í hverri viku." „Scholes er einhver sá allra besti knattspyrnumaður sem ég hef séð. Fyrsta snertingin hans er óaðfinnanleg. Í hvert sinn sem ég hef spilað gegn honum hefur mér fundist að ég kæmist aldrei nálægt honum." „Auðvitað geta leikmenn eins og Ronaldo og Messi breytt gangi leikja með sínum hæfileikum. En það er mikið uppsteyti í kringum þá og leikirnir snúast um hvaða lið stendur sig betur. Þess vegna eru bæði Scholes og Ryan Giggs mjög mikilvægir. Þegar ég spilaði á Englandi fylgdist ég sérstaklega vel með þeim og sá að þeir eru gríðarlega mikilvægir leikmenn fyrir United." Eiður segir að hann muni sjálfsagt minna stjórann sinn, Frank Rijkaard, á að hann hefur skorað nokkur mörk á Old Trafford í gegnum tíðina. „Ég man þegar ég spilaði þarna í fyrsta skiptið og ég skoraði í 3-0 sigri. En besta minningin er frá því þegar við urðum meistarar og Jose Mourinho sagði að þótt við hefðum unnið deildina þyrftum við að sýna þeim að við erum meistarar. Við gerðum það. Ég skoraði í þeim leik líka. En ég man hvað best eftir því að ég var útnefndur maður leiksins - af stuðningsmönnum United!" Barcelona hefur ekki gengið vel í undanförnum leikjum í spænsku deildinni og gert þrjú jafntefli í röð. „Gengið í deildinni hefur ekkert að gera með Meistaradeildina. Við höfum verið óstöðugir allt tímabilið og get ég ekki sagt til um af hverju það er." „En leikirnir gegn United snúast um tvo mismunandi leikstíla. Við erum góðir í tæknilegu hliðinni og eins og önnur bresk lið eru þeir með meiri líkamlegan styrk. En bæði lið spila frábæran fótbolta. Ég er handviss um að við getum unnið þá." Hann segir það ekkert leyndarmál hver óskamótherjinn er ef Barcelona kemst í úrslitin. „Auðvitað er það Chelsea. Félagið á sinn sess í mínu hjarta. Barcelona gegn Chelsea yrði draumaúrslitaleikur." „Ég man þegar við töpuðum fyrir Liverpool í undanúrslitunum. Liverpool er ekki martraðamótherji Chelsea - liðið er martraðamótherji allra annarra liða. Þeir virðast spila á öðru plani í Meistaradeildinni en þeir gera í öðrum leikjum." „En ég myndi gjarnan vilja komast í minn fyrsta úrslitaleik Meistaradeildarinnar og mæta Chelsea í þeirra fyrsta úrslitaleik í Meistaradeildinni," sagði Eiður. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við Sunday Mirror í dag að félagar sínir í Barcelona þurfi að hafa sérstaklega góðar gætur á Paul Scholes. Barcelona mætir Manchester United í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöldið. Margir horfa til þessara leikja sem einvígi Cristiano Ronaldo og Lionel Messi en Eiður segir að þetta snúist um meira en bara þessa tvo leikmenn. „Ég er meiri aðdáandi Paul Scholes en Ronaldo. Ronaldo er frábær leikmaður en hann er með tíu frábæra leikmenn í kringum sig í hverri viku." „Scholes er einhver sá allra besti knattspyrnumaður sem ég hef séð. Fyrsta snertingin hans er óaðfinnanleg. Í hvert sinn sem ég hef spilað gegn honum hefur mér fundist að ég kæmist aldrei nálægt honum." „Auðvitað geta leikmenn eins og Ronaldo og Messi breytt gangi leikja með sínum hæfileikum. En það er mikið uppsteyti í kringum þá og leikirnir snúast um hvaða lið stendur sig betur. Þess vegna eru bæði Scholes og Ryan Giggs mjög mikilvægir. Þegar ég spilaði á Englandi fylgdist ég sérstaklega vel með þeim og sá að þeir eru gríðarlega mikilvægir leikmenn fyrir United." Eiður segir að hann muni sjálfsagt minna stjórann sinn, Frank Rijkaard, á að hann hefur skorað nokkur mörk á Old Trafford í gegnum tíðina. „Ég man þegar ég spilaði þarna í fyrsta skiptið og ég skoraði í 3-0 sigri. En besta minningin er frá því þegar við urðum meistarar og Jose Mourinho sagði að þótt við hefðum unnið deildina þyrftum við að sýna þeim að við erum meistarar. Við gerðum það. Ég skoraði í þeim leik líka. En ég man hvað best eftir því að ég var útnefndur maður leiksins - af stuðningsmönnum United!" Barcelona hefur ekki gengið vel í undanförnum leikjum í spænsku deildinni og gert þrjú jafntefli í röð. „Gengið í deildinni hefur ekkert að gera með Meistaradeildina. Við höfum verið óstöðugir allt tímabilið og get ég ekki sagt til um af hverju það er." „En leikirnir gegn United snúast um tvo mismunandi leikstíla. Við erum góðir í tæknilegu hliðinni og eins og önnur bresk lið eru þeir með meiri líkamlegan styrk. En bæði lið spila frábæran fótbolta. Ég er handviss um að við getum unnið þá." Hann segir það ekkert leyndarmál hver óskamótherjinn er ef Barcelona kemst í úrslitin. „Auðvitað er það Chelsea. Félagið á sinn sess í mínu hjarta. Barcelona gegn Chelsea yrði draumaúrslitaleikur." „Ég man þegar við töpuðum fyrir Liverpool í undanúrslitunum. Liverpool er ekki martraðamótherji Chelsea - liðið er martraðamótherji allra annarra liða. Þeir virðast spila á öðru plani í Meistaradeildinni en þeir gera í öðrum leikjum." „En ég myndi gjarnan vilja komast í minn fyrsta úrslitaleik Meistaradeildarinnar og mæta Chelsea í þeirra fyrsta úrslitaleik í Meistaradeildinni," sagði Eiður.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira