Jón Ásgeir Jóhannesson kaupsýslumaður: Gjörbreyttar rekstrarforsendur 31. desember 2008 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson. Allir vita að 2008 var slæmt ár fyrir íslenskt efnahagslíf. Þetta var líka slæmt ár fyrir þau fyrirtæki sem tengjast mér helst. Baugur, Teymi, Landic Property, 365 og Hagar allt eru þetta fyrirtæki í verslun og þjónustu sem áttu gott rekstrarár árið 2007 og stóðu styrkum fótum í ársbyrjun 2008. En vegna mestu efnahagskreppu sögunnar, hruns íslensks efnahagslífs og ekki síst falls íslensku krónunnar allt þetta ár, gjörbreyttust rekstrarforsendur: Tekjur minnkuðu, kostnaður jókst, eignir lækkuðu í verði og skuldir hækkuðu. Í ofanálag hafa bankar og birgjar í mörgum tilfellum skrúfað fyrir eðlilega lánafyrirgreiðslu og fjármögnun. Árið 2008 var tveimur fjármálafyrirtækjum sem tengjast mér einstaklega örlagaríkt, Glitni og Stoðum. Glitni gekk vel fyrri hluta ársins og skilaði góðum hagnaði, eftir að dregið hafði verið úr umsvifum bankans, rekstrarkostnaður lækkaður og útlán takmörkuð í varúðarskyni. Í haust lenti Glitnir hins vegar í lausafjárvanda þegar bankar um allan heim skrúfuðu fyrir útlán sín. Í stað þess að aðstoða bankann ákvað Seðlabanki Íslands, einhverra hluta vegna, að taka bankann skyndilega yfir. Þessi ákvörðun var ótrúlega vanhugsuð og er að mínu mati ein versta efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. Allir aðrir kostir hefðu verið betri. Því miður gerðist það sem allir sáu fyrir nema Seðlabankinn: Lánshæfiseinkunnir hröpuðu, krónan tapaði því sem eftir var af trúverðugleika sínum og viku síðar voru allir bankarnir fallnir. Afleiðingar keðjuverkunar hafa lamað íslenskt efnahagslíf og þjóðfélagið allt. Fall Glitnis setti fjárhag Stoða, áður FL Group, í uppnám. Áður höfðu Stoðir staðið af sér mikið tap vegna lækkunar fjárfestinga félagsins. Núverandi stjórnendur og helstu hluthafar FL Group breyttu stefnu félagsins fyrir ári, lögðu niður áhættusækinn sóknarleik og lögðu áherslu á vörnina. Dregið var úr umsvifum félagsins og rekstrarkostnaður lækkaður um helming. Um mitt þetta ár leit út fyrir að Stoðir væru komnar fyrir vind, en fall Glitnis var náðarhöggið og Stoðir hafa verið í greiðslustöðvun síðan í október. Sumir hafa fullyrt að ég beri öðrum fremur ábyrgð á því hvernig komið er fyrir íslensku efnahagslífi. Hvernig gæti það verið? Vissulega hef ég verið umsvifamikill í viðskiptum á Íslandi í 20 ár. Ég hef byggt upp fjölda fyrirtækja og keypt eignarhluti í öðrum. Hjá þessum fyrirtækjum vinna þúsundir starfsmanna hér á landi og tugþúsundir erlendis. Þessi fyrirtæki, sem ég á vel að merkja ekki einn heldur með þúsundum annarra hluthafa, áttu öll eignir umfram skuldir í haust, samtals mörg hundruð milljarða í eigið fé. Lánveitingar til þeirra, margra af stærstu fyrirtækjum landsins, voru u.þ.b. 5% af heildarútlánum íslenska bankakerfisins og öll fyrirtækin voru í skilum með öll sín lán. Engar byrðar höfðu fallið á íslenska banka af völdum þessara fyrirtækja fram að hruninu í haust. Öll þessi fyrirtæki lentu í vanda eftir bankahrunið, líkt og flest fyrirtæki á landinu. Sá vandi er afleiðing af hruninu, ekki orsök þess. Það voru nefnilega bankarnir sem hrundu yfir fyrirtækin en ekki fyrirtækin yfir bankana. Við erum að eiga við alþjóðlega kreppu sem skekur allt fjármálakerfi heimsins. Ísland fór verr út úr fjármálakreppunni en önnur lönd vegna þess að við vorum í alþjóðlegum fjármagnsviðskiptum með eina smæstu mynt í heimi að vopni og einn minnsta seðlabanka í heimi sem bakhjarl. Bankarnir stækkuðu en öryggisnetið ekki með. Það misræmi get ég ekki tekið á mig. Ég hef um árabil haldið því ítrekað fram að ESB aðild og upptaka evru væri bráðnauðsynleg og hef furðað mig á tregðu stjórnvalda til að opna umræðu um þau málefni. Forsvarsmenn íslenskra fjármálastofnana hafa allir verið þessarar skoðunar og menn reyndu líka að þrýsta á stjórnvöld að efla gjaldeyrisforða ríkisins. Ég minnist þess að hafa komið inn á þessi mál í viðtali við Markaðinn í febrúar 2008. Ég gekk reyndar svo langt að segja að illa gæti farið fyrir bönkunum ef ekkert yrði að gert, en fékk bágt fyrir. Framan af hausti reyndi ég að standa fyrir svörum um þau málefni og fyrirtæki sem mér tengjast, en komst fljótt að því að það þjónaði litlum tilgangi. Í andrúmslofti reiði, tortryggni og svikabrigsla eiga staðreyndir og rök ekki upp á pallborðið. En þetta ástand getur ekki viðgengist öllu lengur, skaðinn má ekki verða meiri. Bregðast verður við vanda fyrirtækjanna í landinu. Lífvænleg fyrirtæki verða að fá fyrirgreiðslu í bönkunum og endurskipuleggja þarf fyrirtækin í ljósi gjörbreyttra rekstrarforsendna. Við getum lært mikið af frændum okkar Færeyingum, sem tókst með samhentu átaki margra aðila, m.a. Baugs, að byggja upp blómlegt atvinnulíf á tiltölulega skömmum tíma. Ég vona að við getum sem fyrst á nýju ári farið að nota orkuna í það sem öllu máli skiptir núna, að endurreisa íslenskt efnahagslíf og byggja aftur upp fyrirtækin í landinu. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja í þeim efnum. Markaðir Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Allir vita að 2008 var slæmt ár fyrir íslenskt efnahagslíf. Þetta var líka slæmt ár fyrir þau fyrirtæki sem tengjast mér helst. Baugur, Teymi, Landic Property, 365 og Hagar allt eru þetta fyrirtæki í verslun og þjónustu sem áttu gott rekstrarár árið 2007 og stóðu styrkum fótum í ársbyrjun 2008. En vegna mestu efnahagskreppu sögunnar, hruns íslensks efnahagslífs og ekki síst falls íslensku krónunnar allt þetta ár, gjörbreyttust rekstrarforsendur: Tekjur minnkuðu, kostnaður jókst, eignir lækkuðu í verði og skuldir hækkuðu. Í ofanálag hafa bankar og birgjar í mörgum tilfellum skrúfað fyrir eðlilega lánafyrirgreiðslu og fjármögnun. Árið 2008 var tveimur fjármálafyrirtækjum sem tengjast mér einstaklega örlagaríkt, Glitni og Stoðum. Glitni gekk vel fyrri hluta ársins og skilaði góðum hagnaði, eftir að dregið hafði verið úr umsvifum bankans, rekstrarkostnaður lækkaður og útlán takmörkuð í varúðarskyni. Í haust lenti Glitnir hins vegar í lausafjárvanda þegar bankar um allan heim skrúfuðu fyrir útlán sín. Í stað þess að aðstoða bankann ákvað Seðlabanki Íslands, einhverra hluta vegna, að taka bankann skyndilega yfir. Þessi ákvörðun var ótrúlega vanhugsuð og er að mínu mati ein versta efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. Allir aðrir kostir hefðu verið betri. Því miður gerðist það sem allir sáu fyrir nema Seðlabankinn: Lánshæfiseinkunnir hröpuðu, krónan tapaði því sem eftir var af trúverðugleika sínum og viku síðar voru allir bankarnir fallnir. Afleiðingar keðjuverkunar hafa lamað íslenskt efnahagslíf og þjóðfélagið allt. Fall Glitnis setti fjárhag Stoða, áður FL Group, í uppnám. Áður höfðu Stoðir staðið af sér mikið tap vegna lækkunar fjárfestinga félagsins. Núverandi stjórnendur og helstu hluthafar FL Group breyttu stefnu félagsins fyrir ári, lögðu niður áhættusækinn sóknarleik og lögðu áherslu á vörnina. Dregið var úr umsvifum félagsins og rekstrarkostnaður lækkaður um helming. Um mitt þetta ár leit út fyrir að Stoðir væru komnar fyrir vind, en fall Glitnis var náðarhöggið og Stoðir hafa verið í greiðslustöðvun síðan í október. Sumir hafa fullyrt að ég beri öðrum fremur ábyrgð á því hvernig komið er fyrir íslensku efnahagslífi. Hvernig gæti það verið? Vissulega hef ég verið umsvifamikill í viðskiptum á Íslandi í 20 ár. Ég hef byggt upp fjölda fyrirtækja og keypt eignarhluti í öðrum. Hjá þessum fyrirtækjum vinna þúsundir starfsmanna hér á landi og tugþúsundir erlendis. Þessi fyrirtæki, sem ég á vel að merkja ekki einn heldur með þúsundum annarra hluthafa, áttu öll eignir umfram skuldir í haust, samtals mörg hundruð milljarða í eigið fé. Lánveitingar til þeirra, margra af stærstu fyrirtækjum landsins, voru u.þ.b. 5% af heildarútlánum íslenska bankakerfisins og öll fyrirtækin voru í skilum með öll sín lán. Engar byrðar höfðu fallið á íslenska banka af völdum þessara fyrirtækja fram að hruninu í haust. Öll þessi fyrirtæki lentu í vanda eftir bankahrunið, líkt og flest fyrirtæki á landinu. Sá vandi er afleiðing af hruninu, ekki orsök þess. Það voru nefnilega bankarnir sem hrundu yfir fyrirtækin en ekki fyrirtækin yfir bankana. Við erum að eiga við alþjóðlega kreppu sem skekur allt fjármálakerfi heimsins. Ísland fór verr út úr fjármálakreppunni en önnur lönd vegna þess að við vorum í alþjóðlegum fjármagnsviðskiptum með eina smæstu mynt í heimi að vopni og einn minnsta seðlabanka í heimi sem bakhjarl. Bankarnir stækkuðu en öryggisnetið ekki með. Það misræmi get ég ekki tekið á mig. Ég hef um árabil haldið því ítrekað fram að ESB aðild og upptaka evru væri bráðnauðsynleg og hef furðað mig á tregðu stjórnvalda til að opna umræðu um þau málefni. Forsvarsmenn íslenskra fjármálastofnana hafa allir verið þessarar skoðunar og menn reyndu líka að þrýsta á stjórnvöld að efla gjaldeyrisforða ríkisins. Ég minnist þess að hafa komið inn á þessi mál í viðtali við Markaðinn í febrúar 2008. Ég gekk reyndar svo langt að segja að illa gæti farið fyrir bönkunum ef ekkert yrði að gert, en fékk bágt fyrir. Framan af hausti reyndi ég að standa fyrir svörum um þau málefni og fyrirtæki sem mér tengjast, en komst fljótt að því að það þjónaði litlum tilgangi. Í andrúmslofti reiði, tortryggni og svikabrigsla eiga staðreyndir og rök ekki upp á pallborðið. En þetta ástand getur ekki viðgengist öllu lengur, skaðinn má ekki verða meiri. Bregðast verður við vanda fyrirtækjanna í landinu. Lífvænleg fyrirtæki verða að fá fyrirgreiðslu í bönkunum og endurskipuleggja þarf fyrirtækin í ljósi gjörbreyttra rekstrarforsendna. Við getum lært mikið af frændum okkar Færeyingum, sem tókst með samhentu átaki margra aðila, m.a. Baugs, að byggja upp blómlegt atvinnulíf á tiltölulega skömmum tíma. Ég vona að við getum sem fyrst á nýju ári farið að nota orkuna í það sem öllu máli skiptir núna, að endurreisa íslenskt efnahagslíf og byggja aftur upp fyrirtækin í landinu. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja í þeim efnum.
Markaðir Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira