Wes Brown gat ekki æft með Manchester United í dag vegna meiðsla og er talið líklegt að hann muni missa af leik United gegn Celtic í Meistaradeild Evrópu á morgun.
Brown hefur verið frá vegna ökklameiðsla og misst af síðustu tveimur leikjum United vegna þeirra. Gary Neville og Rafael de Silva þykja líklegastir til að leysa hann af á morgun.
Þá eru þeir Paul Scholes og Owen Hargreaves enn frá vegna meiðsla en United vann Celtic í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni, 3-0.
Síðast þegar liðin mættust á heimavelli Celtic vann liðið 1-0 sigur á United þökk sé marki Shunsuke Nakamura úr aukaspyrnu.