NBA í nótt: Tólfta tap Oklahoma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2008 12:44 Leikmenn Oklahoma réðu ekkert við Chris Paul í nótt. Nordic Photos / Getty Images Oklahoma City Thunder tapaði í nótt sínum tólfta leik af þrettán á tímabilinu eftir að félagið rak þjálfara liðsins fyrr um daginn. Þetta er versta byrjun í sögu félagsins sem hét áður Seattle Supersonics. PJ Carlesimo var látinn taka poka sinn í gær eftir að liðið tapaði fyrir New Orleans Hornets á heimavelli en þessi lið mættust svo aftur í New Orleans í nótt. New Orleans vann leikinn með tólf stiga mun, 109-97. Scott Brooks, fyrrum aðstoðarmaður Carlesimo, stýrði liðinu og mun gera það út leiktíðina. Chris Paul átti stórleik í liði New Orleans og náði þrefaldri tvennu - 29 stigum, tíu fráköstum og sextán stoðsendingum. David West var stigahæstur í liðinu með 33 stig. Kevin Durant skoraði 30 stig fyrir Oklahoma, Jeff Green sautján og Chris Wilcox fjórtán.Houston vann Orlando, 100-95, þar sem Yao Ming skoraði 23 stig og tók þrettán fráköst fyrir Houston sem vann sinn fimmta leik í röð.Milwaukee vann Charlotte, 79-74. Ramon Sessions skoraði átján stig fyrir Milwaukee, þar af tvö vítaköst á lokasekúndum leiksins sem tryggðu liðinu endanlega sigurinn í leiknum.New York vann Washington, 122-117. Quentin Richardson var með 34 stig og tólf fráköst fyrir New York.Miami vann Indiana, 109-100. Dwyane Wade skoraði 38 stig fyrir Miami sem var á tímabili fimmtán stigum undir í leiknum.Cleveland vann Atlanta, 110-96, sem um leið vann sinn níunda sigur í síðustu tíu leikjum sínum. New Jersey vann LA Clippers, 112-95. Yi Jianlian skoraði 27 stig fyrir New Jersey.Utah vann Memphis, 103-94. Mehmet Okur skoraði 23 stig fyrir Utah og OJ Mayo jafn mörg stig fyrir Memphis.Phoenix vann Portland, 102-92, þar sem Shaquille O'Neal var með nítján stig og sautján fráköst fyrir Phoenix en Brandon Roy 26 stig fyrir Portland. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Oklahoma City Thunder tapaði í nótt sínum tólfta leik af þrettán á tímabilinu eftir að félagið rak þjálfara liðsins fyrr um daginn. Þetta er versta byrjun í sögu félagsins sem hét áður Seattle Supersonics. PJ Carlesimo var látinn taka poka sinn í gær eftir að liðið tapaði fyrir New Orleans Hornets á heimavelli en þessi lið mættust svo aftur í New Orleans í nótt. New Orleans vann leikinn með tólf stiga mun, 109-97. Scott Brooks, fyrrum aðstoðarmaður Carlesimo, stýrði liðinu og mun gera það út leiktíðina. Chris Paul átti stórleik í liði New Orleans og náði þrefaldri tvennu - 29 stigum, tíu fráköstum og sextán stoðsendingum. David West var stigahæstur í liðinu með 33 stig. Kevin Durant skoraði 30 stig fyrir Oklahoma, Jeff Green sautján og Chris Wilcox fjórtán.Houston vann Orlando, 100-95, þar sem Yao Ming skoraði 23 stig og tók þrettán fráköst fyrir Houston sem vann sinn fimmta leik í röð.Milwaukee vann Charlotte, 79-74. Ramon Sessions skoraði átján stig fyrir Milwaukee, þar af tvö vítaköst á lokasekúndum leiksins sem tryggðu liðinu endanlega sigurinn í leiknum.New York vann Washington, 122-117. Quentin Richardson var með 34 stig og tólf fráköst fyrir New York.Miami vann Indiana, 109-100. Dwyane Wade skoraði 38 stig fyrir Miami sem var á tímabili fimmtán stigum undir í leiknum.Cleveland vann Atlanta, 110-96, sem um leið vann sinn níunda sigur í síðustu tíu leikjum sínum. New Jersey vann LA Clippers, 112-95. Yi Jianlian skoraði 27 stig fyrir New Jersey.Utah vann Memphis, 103-94. Mehmet Okur skoraði 23 stig fyrir Utah og OJ Mayo jafn mörg stig fyrir Memphis.Phoenix vann Portland, 102-92, þar sem Shaquille O'Neal var með nítján stig og sautján fráköst fyrir Phoenix en Brandon Roy 26 stig fyrir Portland.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira