Evruskráning tefst enn um sinn 3. desember 2008 00:01 Kauphöllin í haustlitunum. Mynd/GVA „Eins og reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti eru núna þá eru þau hindrun fyrir skráningu hlutafjár í evrur," segir Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. Unnið hefur verið að því í um tvö ár að gera íslenskum fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina kleift að skrá hlutafé sitt í evrur. Bankarnir, ekki síst Kaupþing, þrýstu mjög á málið í fyrra, og voru horfur á að ná málinu í gegn um miðjan síðasta mánuð. Finnski seðlabankinn átti að sjá um evruuppgjörið. Þær áætlanir fóru út um þúfur við hrun bankanna í byrjun október. Stefnan var sett á fyrstu vikur næsta árs. Reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti, sem samþykkt voru á Alþingi aðfaranótt föstudags í síðustu viku, settu strik í reikninginn á ný. Í reglunum er skýrt kveðið á um að óheimilt sé að gefa út og selja verðbréf, hlutdeildarskírteini verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðsskjöl eða aðra framseljanlega fjármálagerninga sem ekki eru í krónum. „Við sjáum ekki hvernig það gengi eftir óbreyttum reglum," segir Einar og bætir við að vinnu Verðbréfaskráningar verði ekki hætt þrátt fyrir þetta. Væntanlega verði sótt um undanþágu vegna þessa. „Við gerum okkur svo vonir um að gjaldeyrishömlurnar verði endurskoðaðar í síðasta lagi í mars, hugsanlega fyrr ef aðstæður leyfa," segir Einar. Alfesca er eitt þeirra félaga sem langt er komið með evruskráningu hlutabréfa og hefur beðið þess lengi. „Ástandið er nú orðið svo erfitt og flókið að ég sé ekki lausnir á málinu í nánustu framtíð," segir Ólafur Ólafsson, stjórnaformaður félagsins. Markaðir Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira
„Eins og reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti eru núna þá eru þau hindrun fyrir skráningu hlutafjár í evrur," segir Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. Unnið hefur verið að því í um tvö ár að gera íslenskum fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina kleift að skrá hlutafé sitt í evrur. Bankarnir, ekki síst Kaupþing, þrýstu mjög á málið í fyrra, og voru horfur á að ná málinu í gegn um miðjan síðasta mánuð. Finnski seðlabankinn átti að sjá um evruuppgjörið. Þær áætlanir fóru út um þúfur við hrun bankanna í byrjun október. Stefnan var sett á fyrstu vikur næsta árs. Reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti, sem samþykkt voru á Alþingi aðfaranótt föstudags í síðustu viku, settu strik í reikninginn á ný. Í reglunum er skýrt kveðið á um að óheimilt sé að gefa út og selja verðbréf, hlutdeildarskírteini verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðsskjöl eða aðra framseljanlega fjármálagerninga sem ekki eru í krónum. „Við sjáum ekki hvernig það gengi eftir óbreyttum reglum," segir Einar og bætir við að vinnu Verðbréfaskráningar verði ekki hætt þrátt fyrir þetta. Væntanlega verði sótt um undanþágu vegna þessa. „Við gerum okkur svo vonir um að gjaldeyrishömlurnar verði endurskoðaðar í síðasta lagi í mars, hugsanlega fyrr ef aðstæður leyfa," segir Einar. Alfesca er eitt þeirra félaga sem langt er komið með evruskráningu hlutabréfa og hefur beðið þess lengi. „Ástandið er nú orðið svo erfitt og flókið að ég sé ekki lausnir á málinu í nánustu framtíð," segir Ólafur Ólafsson, stjórnaformaður félagsins.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira