Kolo Toure mun ekki spila með Arsenal gegn Fenerbahce í Meistaradeild Evrópu annað kvöld þar sem hann meiddist í leik Arsenal og Everton um helgina.
Toure meiddist á öxl í leiknum en þar að auki eru þeir William Gallas og Bacary Sagna frá vegna meiðsla.
Samir Nasri, Nicklas Bendtner og Johan Djourou urðu allir fyrir smávægilegum meiðslum um helgina en ættu að jafna sig í tæka tíð fyrir leikinn á morgun.