Fyrirliðatíð Cesc Fabregas hjá Arsenal hófst með 1-0 sigri á Dynamo Kiev í kvöld. Þessi úrslit þýða að Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
„Það er mikilvægt að vinna fyrsta leikinn sem fyrirliði. Við lékum mjög vel, andrúmsloftið í liðinu og einbeitingin var góð frá fyrstu mínútu til síðustu. Þetta eru virkilega góð úrslit. Við vitum að við erum komnir áfram og það er frábært," sagði Fabregas.
Fabregas átti sendinguna á Nicklas Bendtner sem skoraði sigurmarkið. „Við megum ekki fagna of lengi, það er mjög mikilvægur leikur hjá okkur á sunnudag," sagði Fabregas en Arsenal mætir Chelsea í úrvalsdeildinni.
Fótbolti