BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem vann Val í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu komst í kvöld í sjálfa riðlakeppni deildarinnar.
BATE gerði í kvöld jafntefli við Levski Sofia á heimavelli, 1-1, en vann fyrri viðureignina í Búlgaríu, 1-0. Jafnteflið í kvöld dugði því til að komast áfram í riðlakeppnina.
Í annarri umferð forkeppninnar vann BATE sigur á Anderlecht frá Belgíu.
Þetta er gríðarmikið afrek fyrir Hvít-Rússana sem á nú fulltrúa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í sögu landsins.
Fótbolti