Nú er hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Ensku liðin Liverpool og Chelsea hafa yfir í sínum leikjum.
Liverpool lenti undir gegn Marseille en tvö mörk frá Steven Gerrard komu Liverpool í forystu. Það fyrra var stórglæsilegt en það seinna kom úr vítaspyrnu.
Frank Lampard og Joe Cole skoruðu mörk Chelsea sem er að vinna Bordeaux. Rafael Marquez skoraði fyrir Barcelona sem er að vinna Sporting Lissabon 1-0.
Hér að neðan má sjá hálfleiksstöðuna í leikjum kvöldsins:
A-riðill:
Chelsea 2-0 Bordeaux
Roma 1-1 CFR Cluj-Napoca
B-riðill:
Panathinaikos 0-1 Inter Milan
Werder Bremen 0-0 Anorthosis Famagusta
C-riðill:
Barcelona 1-0 Sporting
Basle 0-2 Shakhtar Donetsk
D-riðill:
Marseille 1-2 Liverpool
PSV 0-2 Atletico Madrid