Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að fresta gildistöku heimavallarbannsins sem það setti á spænska félagið Atletico Madrid á þriðjudag.
Liðið átti að fá þriggja leikja heimaleikjabann, þar af einn skilorðsbundinn, og það hefði þýtt að liðið hefði þurft að spila við Liverpool í 300 km fjarlægð frá Madrid. Bannið kom til vegna óláta stuðningsmanna liðsins á leik gegn Marseille í byrjun mánaðar.
Knattspyrnusambandið hefur nú látið undan gríðarlegum þrýstingi frá bæði Atletico og Liverpool um að heimila leikinn í næstu viku, enda höfðu margir stuðningsmenn Liverpool boðað komu sína til Spánar og fyrirvarinn til að aflýsa ferðinni var lítill.