Enn tala verkin 30. júlí 2008 00:01 Enn tala verkin Össur Skarphéðinsson Alþingismaður, góð brjóstmynd með fallegum bakgrunn Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur látið Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur víkja úr skipulagsráði. Ekki er nema um mánuður síðan Ólafur rak Ólöfu Guðnýju sem aðstoðarmann sinn en fór þess á leit við hana um að sitja áfram í skipulagsráði fyrir hönd F-lista. Sinnaskiptin helgast af ummæli Ólafar Guðnýjar í þá átt að ekki væri tímabært að taka afstöðu til vinningstillögu um nýjan Listaháskóla við Laugaveg, skipulagsráð ætti eftir að taka málið fyrir. Sjálfur var borgarstjóri búinn að gefa það út að skipulagsráð muni hafna tillögunni. Hann líður greinilega ekki neitt hálfkák af hálfu fulltrúa sinna í borginni á borð við það að vilja taka upp mál á viðeigandi vettvangi. Annað hvort eru menn með honum eða á móti.Eitraður kaleikurÖssur Skarphéðinsson er ekki fyrr kominn heim, sólbakaður frá Kanaríeyjum, en hann er tekinn til óspilltra málanna við að greina borgarpólitíkina. Á heimasíðu sinni skrifar Össur að sú ákvörðun sjálfstæðismanna að mynda meirihluta með Ólafi F. Magnússon sé „einhver eitraðasti kaleikur sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur sjálfviljugur teygað í botn“, Sjálfstæðisflokkurinn hafi málað sig út í horn í borginni; enginn vilji vinna með honum og hann verði að beygja sig undir duttlunga Ólafs af ótta við að hann hóti að mynda enn einn meirihlutann. Þannig að bikarinn eitraði er ekki alveg galtómur. Og miðað við álit Össurar á borgarstjóranum virðist hann ekki ætla sínu fólki í Samfylkingunni stórt ef hann heldur að þeim finnist freistandi að sötra dreggjarnar. bergsteinn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun
Enn tala verkin Össur Skarphéðinsson Alþingismaður, góð brjóstmynd með fallegum bakgrunn Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur látið Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur víkja úr skipulagsráði. Ekki er nema um mánuður síðan Ólafur rak Ólöfu Guðnýju sem aðstoðarmann sinn en fór þess á leit við hana um að sitja áfram í skipulagsráði fyrir hönd F-lista. Sinnaskiptin helgast af ummæli Ólafar Guðnýjar í þá átt að ekki væri tímabært að taka afstöðu til vinningstillögu um nýjan Listaháskóla við Laugaveg, skipulagsráð ætti eftir að taka málið fyrir. Sjálfur var borgarstjóri búinn að gefa það út að skipulagsráð muni hafna tillögunni. Hann líður greinilega ekki neitt hálfkák af hálfu fulltrúa sinna í borginni á borð við það að vilja taka upp mál á viðeigandi vettvangi. Annað hvort eru menn með honum eða á móti.Eitraður kaleikurÖssur Skarphéðinsson er ekki fyrr kominn heim, sólbakaður frá Kanaríeyjum, en hann er tekinn til óspilltra málanna við að greina borgarpólitíkina. Á heimasíðu sinni skrifar Össur að sú ákvörðun sjálfstæðismanna að mynda meirihluta með Ólafi F. Magnússon sé „einhver eitraðasti kaleikur sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur sjálfviljugur teygað í botn“, Sjálfstæðisflokkurinn hafi málað sig út í horn í borginni; enginn vilji vinna með honum og hann verði að beygja sig undir duttlunga Ólafs af ótta við að hann hóti að mynda enn einn meirihlutann. Þannig að bikarinn eitraði er ekki alveg galtómur. Og miðað við álit Össurar á borgarstjóranum virðist hann ekki ætla sínu fólki í Samfylkingunni stórt ef hann heldur að þeim finnist freistandi að sötra dreggjarnar. bergsteinn@frettabladid.is
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun