Þjálfarinn Valur Ingimundarson segist vongóður um að geta skrifað undir samning við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur á næstu dögum.
Valur lýsti því yfir í samtali við Vísi í gær að "það kitlaði" að taka við gamla liðinu sínu eftir nokkurt hlé frá körfuboltanum, en hann hefur átt í viðræðum við forráðamenn Njarðvíkur undanfarið.
Í samtali við Vísi í dag sagði Valur ágætar líkur á að hann taki við þjálfun Njarðvíkurliðsins og svo gæti farið að hann skrifaði undir samning á næstu dögum.