Ætli ég fái ekki kauphækkun 4. júní 2008 17:42 Magnús Gunnarsson hefur lyft sínum síðasta bikar með Keflavík - í bili Mynd/Heiða Magnús Þór Gunnarsson hefur leikið allan sinn feril með Keflavík, en í kvöld gengur hann formlega í raðir erkifjendanna í Njarðvík. Vísir spurði Magnús hvernig tilhugsun það væri að fara að spila í grænu. Magnús sagði í samtali við Vísi fyrir nokkru að 80% líkur væru á því að hann myndi framlengja við Keflavík, en bætti þó við að það hefði lengi freistað hans að breyta til. Þessar vangaveltur hans eru nú orðnar að veruleika, en hvernig datt Magnúsi í hug að ganga í raðir Njarðvíkinga? "Þeir eru nú ófáir búnir að spyrja mig að þessu í dag," sagði Magnús léttur í bragði þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Mig langaði rosalega að fara frá Keflavík í fyrra og þá bara til að prófa eitthvað nýtt, en þá ákvað ég að vera áfram af því ég var svo ósáttur við hvað við vorum lélegir árið á undan. Mig langaði frekar að taka eitt ár enn þar sem við værum góðir og næðum titlinum aftur og það tókst. Svo kom þetta tilboð frá Njarðvík og ég bara ákvað að stökkva á það," sagði Magnús. "Mig langaði bara að breyta til og það er þægilegt fyrir mig að þurfa ekki að flytja eða neitt þannig. Þetta er áskorun fyrir mig og ég held að við eigum að geta verið með mjög gott lið í Njarðvík. Ef þetta gengur ekki upp, þá bara kem ég í Keflavík aftur á næsta ári ef ég verð velkominn aftur," sagði Magnús. Honum líst vel á að spila fyrir Val Ingimundarson, sem eins og flestir vita er bróðir Sigurðar Ingimundarsonar hjá Keflavík. "Mér líst mjög vel á að spila fyrir Val. Það hefur verið frábært að spila fyrir Sigga og ef Valur kemst eitthvað nálægt því að vera eins góður þjálfari og bróðir hans, erum við í góðum málum," sagði Magnús. En hvernig tók Sigurður þjálfari Keflavíkur í þessi tíðindi? "Ég hringdi auðvitað fyrst í hann og hann var frekar fúll með þetta, en eins og hann sagði sjálfur, þá erum við báðir fagmenn og reynum bara að gera það sem við höldum að sé best að gera fyrir okkur sjálfa." Við spurðum Magnús hvort peningar hefðu spilað eitthvað inn í ákvörðun hans um að fara til Njarðvíkur. "Peningar hafa auðvitað alltaf eitthvað með þetta að gera, en svo var í rauninni ekki hjá mér. Það sem mestu skiptir hjá mér í þessu sambandi var að ég þurfti ekki að flytja neitt og gat verið í sömu vinnu. Það er nú líka einu sinni þannig að fyrirtækið sem ég vinn hjá er í eigu Njarðvíkinga, svo þeir eru hæst ánægðir. Ætli ég fái ekki launahækkun frá þeim frekar en frá Njarðvík. Nú segja þeir bara já já og amen ef maður þarf að hætta snemma," sagði Magnús hlæjandi. En verður ekki skrítið að klæðast græna búningnum og spila sem gestur í Sláturhúsinu? "Ætli fólk þurfi ekki bara að venjast því að sjá mig í grænu. Það verður rosalegt að koma og spila í Keflavík og ég get eiginlega ekki beðið eftir fyrsta leiknum í Sláturhúsinu. Ég hugsa að stuðningsmenn Keflavíkur láti vel í sér heyra og ef kyndingarnar verða innan skynsamlegra marka hjá þeim - mun ég bara eflast við mótlætið," sagði Magnús. Dominos-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Magnús Þór Gunnarsson hefur leikið allan sinn feril með Keflavík, en í kvöld gengur hann formlega í raðir erkifjendanna í Njarðvík. Vísir spurði Magnús hvernig tilhugsun það væri að fara að spila í grænu. Magnús sagði í samtali við Vísi fyrir nokkru að 80% líkur væru á því að hann myndi framlengja við Keflavík, en bætti þó við að það hefði lengi freistað hans að breyta til. Þessar vangaveltur hans eru nú orðnar að veruleika, en hvernig datt Magnúsi í hug að ganga í raðir Njarðvíkinga? "Þeir eru nú ófáir búnir að spyrja mig að þessu í dag," sagði Magnús léttur í bragði þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Mig langaði rosalega að fara frá Keflavík í fyrra og þá bara til að prófa eitthvað nýtt, en þá ákvað ég að vera áfram af því ég var svo ósáttur við hvað við vorum lélegir árið á undan. Mig langaði frekar að taka eitt ár enn þar sem við værum góðir og næðum titlinum aftur og það tókst. Svo kom þetta tilboð frá Njarðvík og ég bara ákvað að stökkva á það," sagði Magnús. "Mig langaði bara að breyta til og það er þægilegt fyrir mig að þurfa ekki að flytja eða neitt þannig. Þetta er áskorun fyrir mig og ég held að við eigum að geta verið með mjög gott lið í Njarðvík. Ef þetta gengur ekki upp, þá bara kem ég í Keflavík aftur á næsta ári ef ég verð velkominn aftur," sagði Magnús. Honum líst vel á að spila fyrir Val Ingimundarson, sem eins og flestir vita er bróðir Sigurðar Ingimundarsonar hjá Keflavík. "Mér líst mjög vel á að spila fyrir Val. Það hefur verið frábært að spila fyrir Sigga og ef Valur kemst eitthvað nálægt því að vera eins góður þjálfari og bróðir hans, erum við í góðum málum," sagði Magnús. En hvernig tók Sigurður þjálfari Keflavíkur í þessi tíðindi? "Ég hringdi auðvitað fyrst í hann og hann var frekar fúll með þetta, en eins og hann sagði sjálfur, þá erum við báðir fagmenn og reynum bara að gera það sem við höldum að sé best að gera fyrir okkur sjálfa." Við spurðum Magnús hvort peningar hefðu spilað eitthvað inn í ákvörðun hans um að fara til Njarðvíkur. "Peningar hafa auðvitað alltaf eitthvað með þetta að gera, en svo var í rauninni ekki hjá mér. Það sem mestu skiptir hjá mér í þessu sambandi var að ég þurfti ekki að flytja neitt og gat verið í sömu vinnu. Það er nú líka einu sinni þannig að fyrirtækið sem ég vinn hjá er í eigu Njarðvíkinga, svo þeir eru hæst ánægðir. Ætli ég fái ekki launahækkun frá þeim frekar en frá Njarðvík. Nú segja þeir bara já já og amen ef maður þarf að hætta snemma," sagði Magnús hlæjandi. En verður ekki skrítið að klæðast græna búningnum og spila sem gestur í Sláturhúsinu? "Ætli fólk þurfi ekki bara að venjast því að sjá mig í grænu. Það verður rosalegt að koma og spila í Keflavík og ég get eiginlega ekki beðið eftir fyrsta leiknum í Sláturhúsinu. Ég hugsa að stuðningsmenn Keflavíkur láti vel í sér heyra og ef kyndingarnar verða innan skynsamlegra marka hjá þeim - mun ég bara eflast við mótlætið," sagði Magnús.
Dominos-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira