Brottreknir ræstitæknar í Valhöll? Ögmundur Jónasson skrifar 10. júní 2008 00:01 Vefsíða Landspítalans auglýsir fundi fyrir starfsmenn Landspítalans með heilbrigðisráðherra. Ekkert nema gott um það að segja að heilbrigðisráðherra vilji sitja fyrir svörum hjá starfsfólki í heilbrigðiskerfinu og eðlilegt að Landspítalinn auglýsi þetta framtak ráðherrans. Það sem hins vegar er óvenjulegt við þetta fundarboð á vef Landspítalans er að fundarstaðurinn skuli vera Valhöll, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins þar sem vertinn er Landsmálafélagið Vörður. Tilefni fundahalda Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, er ærið. Víða þarf hann að verja eigin gjörðir. Þannig hefur hann dregið úr framlagi til Landspítalans á fjárlögum að raungildi. Ítrekað hefur heilbrigðisráðherra sagt fullyrðingar í þessa veru ósannindi og horfir þá í krónufjöldann sem til sjúkrahússins rennur. Þá vill hann gleyma að hafa hliðsjón af umfangi þeirra verka sem sjúkrahúsinu er ætlað að sinna. Ríkisendurskoðun hefur sýnt fram á að jafnt og þétt hafi verið þrengt að sjúkrahúsinu á undanförnum árum. Aldrei hefur ástandið verið eins slæmt og nú. Sveltistefnan er síðan notuð til að einkavæða starfsemi LSH í bútum. Ýmsir verkþættir eru þegar komnir til verktaka og minnast margir eflaust þeirra deilna sem risu í vetur þegar hafist var handa um að bjóða út störf læknaritara. Ræstitæknarnir eru flestir komnir til verktakafyrirtækisins ISS. Þar eru kjörin rýrari en þau voru þegar þetta starfsfólk starfaði milliliðalaust hjá sjúkrahúsinu, enda leikurinn til þess gerður að spara á kostnað starfsfólksins. Um mánaðamótin var ræstitæknum á Barna- og unglingageðdeildinni sagt upp störfum. Skyldu þeir hafa mætt í Valhöll til að heyra heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins útskýra hve þjóðhagslega hagkvæmar uppsagnirnar væru? Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vefsíða Landspítalans auglýsir fundi fyrir starfsmenn Landspítalans með heilbrigðisráðherra. Ekkert nema gott um það að segja að heilbrigðisráðherra vilji sitja fyrir svörum hjá starfsfólki í heilbrigðiskerfinu og eðlilegt að Landspítalinn auglýsi þetta framtak ráðherrans. Það sem hins vegar er óvenjulegt við þetta fundarboð á vef Landspítalans er að fundarstaðurinn skuli vera Valhöll, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins þar sem vertinn er Landsmálafélagið Vörður. Tilefni fundahalda Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, er ærið. Víða þarf hann að verja eigin gjörðir. Þannig hefur hann dregið úr framlagi til Landspítalans á fjárlögum að raungildi. Ítrekað hefur heilbrigðisráðherra sagt fullyrðingar í þessa veru ósannindi og horfir þá í krónufjöldann sem til sjúkrahússins rennur. Þá vill hann gleyma að hafa hliðsjón af umfangi þeirra verka sem sjúkrahúsinu er ætlað að sinna. Ríkisendurskoðun hefur sýnt fram á að jafnt og þétt hafi verið þrengt að sjúkrahúsinu á undanförnum árum. Aldrei hefur ástandið verið eins slæmt og nú. Sveltistefnan er síðan notuð til að einkavæða starfsemi LSH í bútum. Ýmsir verkþættir eru þegar komnir til verktaka og minnast margir eflaust þeirra deilna sem risu í vetur þegar hafist var handa um að bjóða út störf læknaritara. Ræstitæknarnir eru flestir komnir til verktakafyrirtækisins ISS. Þar eru kjörin rýrari en þau voru þegar þetta starfsfólk starfaði milliliðalaust hjá sjúkrahúsinu, enda leikurinn til þess gerður að spara á kostnað starfsfólksins. Um mánaðamótin var ræstitæknum á Barna- og unglingageðdeildinni sagt upp störfum. Skyldu þeir hafa mætt í Valhöll til að heyra heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins útskýra hve þjóðhagslega hagkvæmar uppsagnirnar væru? Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun