Kraftaverkalið Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni er ekkert að slá af í toppbaráttunni.
Liðið vann auðveldan 3-0 sigur á Bielefeld í dag á meðan keppinautar þeirra í Bayern unnu 2-0 útisigur á Leverkusen með mörkum frá Luca Toni og Miroslav Klose í síðari hálfleik.
Hoffenheim hefur hlotið 34 stig í 15 leikjum en Bayern kemur þar á eftir með 31 stig.
Bayern hefur unnið sjö af síðustu níu leikjum sínum, en toppliðin mætast einmitt í deildinni næstkomandi föstudag.
Leikir dagsins í Þýskalandi:
Hoffenheim 3 - 0 Bielefeld
1-0 V. Ibisevic ('5)
2-0 Carlos Eduardo ('11)
3-0 F. Copado ('89, víti)
Bayer Leverkusen 0 - 2 Bayern München
0-1 L. Toni ('59)
0-2 M. Klose ('82)
Werder Bremen 5 - 0 Frankfurt
1-0 C. Pizarro ('11)
2-0 C. Pizarro ('20)
3-0 Diego ('44, víti)
4-0 C. Pizarro ('62)
5-0 A. Hunt ('75)
Hannover 3 - 2 Karlsruher
1-0 M. Hanke ('12)
2-0 M. Hanke ('18)
3-0 M. Forssell ('44)
3-1 A. Silva ('48, víti)
3-2 L. Stindl ('87)
Gladbach 1 - 3 Cottbus
0-1 M. Bradley ('17, sjálfsmark)
0-2 D. Sørensen ('51)
1-2 S. Gohouri ('59)
1-3 E. Jula ('85)