Mikil vinna framundan 1. október 2008 14:05 Jón Arnar er bjartsýnn fyrir komandi átök í úrvalsdeildinni Mynd/Arnþór Jón Arnar Ingvarsson segir að ÍR-lið hans örvænti ekki þrátt fyrir tvo skelli í röð gegn KR í haustmótunum. Hann segir þó að allt verði að ganga upp hjá liðinu í vetur ef það eigi að fylgja eftir prýðilegum árangri sínum síðasta vor. ÍR kom skemmtilega á óvart í úrslitakeppninni síðasta vor þar sem það sló þáverandi meistara KR úr keppni í fyrstu umferð og stóð svo verulega uppi í hárinu á verðandi meisturum Keflavíkur. Nokkrar breytingar urðu á hóp ÍR fyrir þessa leiktíð þar sem mestu munaði um að liðið missti leikstjórnandann Nate Brown í raðir Snæfells. ÍR tapaði stórt fyrir KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á dögunum og mátti þola annan skell fyrir vesturbæingum á heimavelli sínum í Powerade-bikarnum í gær. "Við vorum auðvitað án okkar stigahæsta manns (Hreggviðs Magnússonar) í þessum leikjum gegn KR og erum með heldur slakari hóp en við höfðum í fyrra og það gerir þetta ekki auðveldara," sagði Jón í samtali við Vísi. Hreggviður fór í speglun vegna hnémeiðsla á dögunum og vonast Jón til að hann verði orðinn heill þegar Iceland Express deildin fer af stað um miðjan mánuð. Hann mun að sögn Jóns koma hægt og rólega inn í leik liðsins eftir því sem heilsan leyfir. Jón Arnar segist ekki örvænta þrátt fyrir töpin tvö, en telur víst að ÍR verði að hafa heppnina með sér ef vel á að ganga í vetur. "Maður er aldrei sáttur að tapa leikjum en við förum ekkert að örvænta. Við spiluðum leiki við Val og Fjölni á undan og þar var ég þokkalega sáttur við margt hjá okkur. Markmiðið er auðvitað að vera samkeppnishæfur í þessu strax frá byrjun og ná liðinu fyrr í gang en í fyrra, en til að svo megi verða verðum við að hafa alla okkar menn klára. Það er mikil vinna framundan og ég hef enga ástæðu til annars en að ætla að við verðum samkeppnishæfir," sagði þjálfarinn. Dominos-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Jón Arnar Ingvarsson segir að ÍR-lið hans örvænti ekki þrátt fyrir tvo skelli í röð gegn KR í haustmótunum. Hann segir þó að allt verði að ganga upp hjá liðinu í vetur ef það eigi að fylgja eftir prýðilegum árangri sínum síðasta vor. ÍR kom skemmtilega á óvart í úrslitakeppninni síðasta vor þar sem það sló þáverandi meistara KR úr keppni í fyrstu umferð og stóð svo verulega uppi í hárinu á verðandi meisturum Keflavíkur. Nokkrar breytingar urðu á hóp ÍR fyrir þessa leiktíð þar sem mestu munaði um að liðið missti leikstjórnandann Nate Brown í raðir Snæfells. ÍR tapaði stórt fyrir KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á dögunum og mátti þola annan skell fyrir vesturbæingum á heimavelli sínum í Powerade-bikarnum í gær. "Við vorum auðvitað án okkar stigahæsta manns (Hreggviðs Magnússonar) í þessum leikjum gegn KR og erum með heldur slakari hóp en við höfðum í fyrra og það gerir þetta ekki auðveldara," sagði Jón í samtali við Vísi. Hreggviður fór í speglun vegna hnémeiðsla á dögunum og vonast Jón til að hann verði orðinn heill þegar Iceland Express deildin fer af stað um miðjan mánuð. Hann mun að sögn Jóns koma hægt og rólega inn í leik liðsins eftir því sem heilsan leyfir. Jón Arnar segist ekki örvænta þrátt fyrir töpin tvö, en telur víst að ÍR verði að hafa heppnina með sér ef vel á að ganga í vetur. "Maður er aldrei sáttur að tapa leikjum en við förum ekkert að örvænta. Við spiluðum leiki við Val og Fjölni á undan og þar var ég þokkalega sáttur við margt hjá okkur. Markmiðið er auðvitað að vera samkeppnishæfur í þessu strax frá byrjun og ná liðinu fyrr í gang en í fyrra, en til að svo megi verða verðum við að hafa alla okkar menn klára. Það er mikil vinna framundan og ég hef enga ástæðu til annars en að ætla að við verðum samkeppnishæfir," sagði þjálfarinn.
Dominos-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira