Mikil vinna framundan 1. október 2008 14:05 Jón Arnar er bjartsýnn fyrir komandi átök í úrvalsdeildinni Mynd/Arnþór Jón Arnar Ingvarsson segir að ÍR-lið hans örvænti ekki þrátt fyrir tvo skelli í röð gegn KR í haustmótunum. Hann segir þó að allt verði að ganga upp hjá liðinu í vetur ef það eigi að fylgja eftir prýðilegum árangri sínum síðasta vor. ÍR kom skemmtilega á óvart í úrslitakeppninni síðasta vor þar sem það sló þáverandi meistara KR úr keppni í fyrstu umferð og stóð svo verulega uppi í hárinu á verðandi meisturum Keflavíkur. Nokkrar breytingar urðu á hóp ÍR fyrir þessa leiktíð þar sem mestu munaði um að liðið missti leikstjórnandann Nate Brown í raðir Snæfells. ÍR tapaði stórt fyrir KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á dögunum og mátti þola annan skell fyrir vesturbæingum á heimavelli sínum í Powerade-bikarnum í gær. "Við vorum auðvitað án okkar stigahæsta manns (Hreggviðs Magnússonar) í þessum leikjum gegn KR og erum með heldur slakari hóp en við höfðum í fyrra og það gerir þetta ekki auðveldara," sagði Jón í samtali við Vísi. Hreggviður fór í speglun vegna hnémeiðsla á dögunum og vonast Jón til að hann verði orðinn heill þegar Iceland Express deildin fer af stað um miðjan mánuð. Hann mun að sögn Jóns koma hægt og rólega inn í leik liðsins eftir því sem heilsan leyfir. Jón Arnar segist ekki örvænta þrátt fyrir töpin tvö, en telur víst að ÍR verði að hafa heppnina með sér ef vel á að ganga í vetur. "Maður er aldrei sáttur að tapa leikjum en við förum ekkert að örvænta. Við spiluðum leiki við Val og Fjölni á undan og þar var ég þokkalega sáttur við margt hjá okkur. Markmiðið er auðvitað að vera samkeppnishæfur í þessu strax frá byrjun og ná liðinu fyrr í gang en í fyrra, en til að svo megi verða verðum við að hafa alla okkar menn klára. Það er mikil vinna framundan og ég hef enga ástæðu til annars en að ætla að við verðum samkeppnishæfir," sagði þjálfarinn. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Jón Arnar Ingvarsson segir að ÍR-lið hans örvænti ekki þrátt fyrir tvo skelli í röð gegn KR í haustmótunum. Hann segir þó að allt verði að ganga upp hjá liðinu í vetur ef það eigi að fylgja eftir prýðilegum árangri sínum síðasta vor. ÍR kom skemmtilega á óvart í úrslitakeppninni síðasta vor þar sem það sló þáverandi meistara KR úr keppni í fyrstu umferð og stóð svo verulega uppi í hárinu á verðandi meisturum Keflavíkur. Nokkrar breytingar urðu á hóp ÍR fyrir þessa leiktíð þar sem mestu munaði um að liðið missti leikstjórnandann Nate Brown í raðir Snæfells. ÍR tapaði stórt fyrir KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á dögunum og mátti þola annan skell fyrir vesturbæingum á heimavelli sínum í Powerade-bikarnum í gær. "Við vorum auðvitað án okkar stigahæsta manns (Hreggviðs Magnússonar) í þessum leikjum gegn KR og erum með heldur slakari hóp en við höfðum í fyrra og það gerir þetta ekki auðveldara," sagði Jón í samtali við Vísi. Hreggviður fór í speglun vegna hnémeiðsla á dögunum og vonast Jón til að hann verði orðinn heill þegar Iceland Express deildin fer af stað um miðjan mánuð. Hann mun að sögn Jóns koma hægt og rólega inn í leik liðsins eftir því sem heilsan leyfir. Jón Arnar segist ekki örvænta þrátt fyrir töpin tvö, en telur víst að ÍR verði að hafa heppnina með sér ef vel á að ganga í vetur. "Maður er aldrei sáttur að tapa leikjum en við förum ekkert að örvænta. Við spiluðum leiki við Val og Fjölni á undan og þar var ég þokkalega sáttur við margt hjá okkur. Markmiðið er auðvitað að vera samkeppnishæfur í þessu strax frá byrjun og ná liðinu fyrr í gang en í fyrra, en til að svo megi verða verðum við að hafa alla okkar menn klára. Það er mikil vinna framundan og ég hef enga ástæðu til annars en að ætla að við verðum samkeppnishæfir," sagði þjálfarinn.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira