Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins: Skýrar línur á nýju ári 31. desember 2008 06:00 Þór Sigfússon. Sá efnahagsskellur sem Íslendingar hafa orðið fyrir er af nánast áður óþekktri stærðargráðu í nútímasögunni. Bankakerfið hrundi nánast eins og það lagði sig á einni viku og gengi íslensku krónunnar lækkaði meira en nokkurn gat órað fyrir. Spár gefa til kynna að samdráttur landsframleiðslu verði á bilinu 8-10% á árinu 2009. Þótt Íslendingar séu ýmsu vanir þá verður þetta mesta niðursveifla í efnahagslífinu frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Afleiðingar samdráttarins eru rekstrarerfiðleikar fyrirtækja og vaxandi atvinnuleysi og það er í senn megin áhyggjuefnið og viðfangsefnið á nýju ári. Ég er sannfærður um að ef við tökum rétt á málum á komandi mánuðum getum við sýnt hvers megnugt okkar litla hagkerfi er til að snúa við blaðinu og gert þessa kreppu að móður nýrra tækifæra. Styrkur okkar felst meðal annars í sveigjanleika og viðbragðsflýti sem er hér meiri en í flestum löndum og hugarfari sem hefur einkennst af vinnusemi og samstöðu. En við höfum líka fjárfest skynsamlega á síðustu árum og áratugum í innviðum, menntun, nýjum skólum og komið upp traustu stuðningskerfi við nýsköpun. Þessi fjárfesting sem og eiginleikar okkar nýtast nú sem aldrei fyrr til þess að koma okkur út úr vandanum. Það hefur verið mjög ánægjulegt á undanförnum mánuðum að sjá hvernig fyrirtæki hafa sýnt gríðarlega seiglu og sveigjanleika til að kljást við vandann. Fyrirtækin og starfsfólk þeirra hafa hugsað út fyrir rammann. Í stóru fyrirtæki tóku starfsmenn sig saman og bjuggu til aðgerðaráætlun um hvernig ætti að mæta núverandi efnahagsþrengingum. Saman teiknuðu starfsmennirnir upp sóknarfæri. Könnuðu möguleikann á að innleiða hér nýjar atvinnugreinar og hvernig mætti auka verðmæti framleiðslu í landinu með ýmsum hætti. Allir lögðu sitt af mörkum, hvort sem þeir voru með próf í sameindalíffræði, iðnaðarverkfræði eða einhverju allt öðru – þau fóru sínar eigin leiðir og veltu fyrir sér hvernig hægt væri að halda áfram. Sama hefur verið uppi á teningnum í fjölda annarra fyrirtækja, hjá félagasamtökum og í skólum. Svo lausnadrifið hugarfar heillar þjóðar er líklega okkar verðmætasta auðlind og hún hefur þau makalausu einkenni að því meira sem hún er nýtt því hraðar breiðist hún út. Mesta hættan hjá okkur nú er að hugarfar þjóðarinnar breytist. Sinnuleysi auki vonleysi og reiði segi enn meira til sín. Í framhaldinu breytist hugarfarið til hins verra, nýjar hugmyndir séu talaðar niður, ungt fólk flytji burt og ólíkasta fólk, eins og frumkvöðlar í hundruðum minni útrásarverkefna, verði að blórabögglum núverandi ástands. Alvarlegasta ógnunin við framtíð Íslands er ekki skuldsetning heldur að hugarfarið breytist til hins verra. Við fáum hert og heiftúðugt hugarfar þar sem vantrú ríkir á öllu sem viðkemur framtíðinni, einkaframtaki og ungu fólki með hugmyndir. Ef alþjóðlegu efnahagslægðinni lýkur upp úr miðju næsta ári munu Íslendingar njóta góðs af því og komast fyrr í kraftmikinn vöxt á ný. Til þess þurfum við að viðhalda lausnadrifnu hugarfari en gera um leið kröfu til þess að ríkisstjórnin bregðist skjótar við aðsteðjandi vanda og setji skýra stefnu. Lausn á vandanum er augljós: strax þarf að afnema gjaldeyrishöft, lækka stýrivexti, beita meiri ráðdeild í ríkisrekstri og endurreisa bankakerfið í samstarfi við lánadrottna. Loks þarf ríkisstjórnin að setja skýrar línur um stefnuna í peningamálum þjóðarinnar og undirbúa það teymi í ríkisstjórn og í stjórnkerfinu sem skapar trúverðugleika hér og annarsstaðar og leiðir okkur í gegnum næstu ár. Markaðir Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Sá efnahagsskellur sem Íslendingar hafa orðið fyrir er af nánast áður óþekktri stærðargráðu í nútímasögunni. Bankakerfið hrundi nánast eins og það lagði sig á einni viku og gengi íslensku krónunnar lækkaði meira en nokkurn gat órað fyrir. Spár gefa til kynna að samdráttur landsframleiðslu verði á bilinu 8-10% á árinu 2009. Þótt Íslendingar séu ýmsu vanir þá verður þetta mesta niðursveifla í efnahagslífinu frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Afleiðingar samdráttarins eru rekstrarerfiðleikar fyrirtækja og vaxandi atvinnuleysi og það er í senn megin áhyggjuefnið og viðfangsefnið á nýju ári. Ég er sannfærður um að ef við tökum rétt á málum á komandi mánuðum getum við sýnt hvers megnugt okkar litla hagkerfi er til að snúa við blaðinu og gert þessa kreppu að móður nýrra tækifæra. Styrkur okkar felst meðal annars í sveigjanleika og viðbragðsflýti sem er hér meiri en í flestum löndum og hugarfari sem hefur einkennst af vinnusemi og samstöðu. En við höfum líka fjárfest skynsamlega á síðustu árum og áratugum í innviðum, menntun, nýjum skólum og komið upp traustu stuðningskerfi við nýsköpun. Þessi fjárfesting sem og eiginleikar okkar nýtast nú sem aldrei fyrr til þess að koma okkur út úr vandanum. Það hefur verið mjög ánægjulegt á undanförnum mánuðum að sjá hvernig fyrirtæki hafa sýnt gríðarlega seiglu og sveigjanleika til að kljást við vandann. Fyrirtækin og starfsfólk þeirra hafa hugsað út fyrir rammann. Í stóru fyrirtæki tóku starfsmenn sig saman og bjuggu til aðgerðaráætlun um hvernig ætti að mæta núverandi efnahagsþrengingum. Saman teiknuðu starfsmennirnir upp sóknarfæri. Könnuðu möguleikann á að innleiða hér nýjar atvinnugreinar og hvernig mætti auka verðmæti framleiðslu í landinu með ýmsum hætti. Allir lögðu sitt af mörkum, hvort sem þeir voru með próf í sameindalíffræði, iðnaðarverkfræði eða einhverju allt öðru – þau fóru sínar eigin leiðir og veltu fyrir sér hvernig hægt væri að halda áfram. Sama hefur verið uppi á teningnum í fjölda annarra fyrirtækja, hjá félagasamtökum og í skólum. Svo lausnadrifið hugarfar heillar þjóðar er líklega okkar verðmætasta auðlind og hún hefur þau makalausu einkenni að því meira sem hún er nýtt því hraðar breiðist hún út. Mesta hættan hjá okkur nú er að hugarfar þjóðarinnar breytist. Sinnuleysi auki vonleysi og reiði segi enn meira til sín. Í framhaldinu breytist hugarfarið til hins verra, nýjar hugmyndir séu talaðar niður, ungt fólk flytji burt og ólíkasta fólk, eins og frumkvöðlar í hundruðum minni útrásarverkefna, verði að blórabögglum núverandi ástands. Alvarlegasta ógnunin við framtíð Íslands er ekki skuldsetning heldur að hugarfarið breytist til hins verra. Við fáum hert og heiftúðugt hugarfar þar sem vantrú ríkir á öllu sem viðkemur framtíðinni, einkaframtaki og ungu fólki með hugmyndir. Ef alþjóðlegu efnahagslægðinni lýkur upp úr miðju næsta ári munu Íslendingar njóta góðs af því og komast fyrr í kraftmikinn vöxt á ný. Til þess þurfum við að viðhalda lausnadrifnu hugarfari en gera um leið kröfu til þess að ríkisstjórnin bregðist skjótar við aðsteðjandi vanda og setji skýra stefnu. Lausn á vandanum er augljós: strax þarf að afnema gjaldeyrishöft, lækka stýrivexti, beita meiri ráðdeild í ríkisrekstri og endurreisa bankakerfið í samstarfi við lánadrottna. Loks þarf ríkisstjórnin að setja skýrar línur um stefnuna í peningamálum þjóðarinnar og undirbúa það teymi í ríkisstjórn og í stjórnkerfinu sem skapar trúverðugleika hér og annarsstaðar og leiðir okkur í gegnum næstu ár.
Markaðir Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira