Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins: Skýrar línur á nýju ári 31. desember 2008 06:00 Þór Sigfússon. Sá efnahagsskellur sem Íslendingar hafa orðið fyrir er af nánast áður óþekktri stærðargráðu í nútímasögunni. Bankakerfið hrundi nánast eins og það lagði sig á einni viku og gengi íslensku krónunnar lækkaði meira en nokkurn gat órað fyrir. Spár gefa til kynna að samdráttur landsframleiðslu verði á bilinu 8-10% á árinu 2009. Þótt Íslendingar séu ýmsu vanir þá verður þetta mesta niðursveifla í efnahagslífinu frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Afleiðingar samdráttarins eru rekstrarerfiðleikar fyrirtækja og vaxandi atvinnuleysi og það er í senn megin áhyggjuefnið og viðfangsefnið á nýju ári. Ég er sannfærður um að ef við tökum rétt á málum á komandi mánuðum getum við sýnt hvers megnugt okkar litla hagkerfi er til að snúa við blaðinu og gert þessa kreppu að móður nýrra tækifæra. Styrkur okkar felst meðal annars í sveigjanleika og viðbragðsflýti sem er hér meiri en í flestum löndum og hugarfari sem hefur einkennst af vinnusemi og samstöðu. En við höfum líka fjárfest skynsamlega á síðustu árum og áratugum í innviðum, menntun, nýjum skólum og komið upp traustu stuðningskerfi við nýsköpun. Þessi fjárfesting sem og eiginleikar okkar nýtast nú sem aldrei fyrr til þess að koma okkur út úr vandanum. Það hefur verið mjög ánægjulegt á undanförnum mánuðum að sjá hvernig fyrirtæki hafa sýnt gríðarlega seiglu og sveigjanleika til að kljást við vandann. Fyrirtækin og starfsfólk þeirra hafa hugsað út fyrir rammann. Í stóru fyrirtæki tóku starfsmenn sig saman og bjuggu til aðgerðaráætlun um hvernig ætti að mæta núverandi efnahagsþrengingum. Saman teiknuðu starfsmennirnir upp sóknarfæri. Könnuðu möguleikann á að innleiða hér nýjar atvinnugreinar og hvernig mætti auka verðmæti framleiðslu í landinu með ýmsum hætti. Allir lögðu sitt af mörkum, hvort sem þeir voru með próf í sameindalíffræði, iðnaðarverkfræði eða einhverju allt öðru – þau fóru sínar eigin leiðir og veltu fyrir sér hvernig hægt væri að halda áfram. Sama hefur verið uppi á teningnum í fjölda annarra fyrirtækja, hjá félagasamtökum og í skólum. Svo lausnadrifið hugarfar heillar þjóðar er líklega okkar verðmætasta auðlind og hún hefur þau makalausu einkenni að því meira sem hún er nýtt því hraðar breiðist hún út. Mesta hættan hjá okkur nú er að hugarfar þjóðarinnar breytist. Sinnuleysi auki vonleysi og reiði segi enn meira til sín. Í framhaldinu breytist hugarfarið til hins verra, nýjar hugmyndir séu talaðar niður, ungt fólk flytji burt og ólíkasta fólk, eins og frumkvöðlar í hundruðum minni útrásarverkefna, verði að blórabögglum núverandi ástands. Alvarlegasta ógnunin við framtíð Íslands er ekki skuldsetning heldur að hugarfarið breytist til hins verra. Við fáum hert og heiftúðugt hugarfar þar sem vantrú ríkir á öllu sem viðkemur framtíðinni, einkaframtaki og ungu fólki með hugmyndir. Ef alþjóðlegu efnahagslægðinni lýkur upp úr miðju næsta ári munu Íslendingar njóta góðs af því og komast fyrr í kraftmikinn vöxt á ný. Til þess þurfum við að viðhalda lausnadrifnu hugarfari en gera um leið kröfu til þess að ríkisstjórnin bregðist skjótar við aðsteðjandi vanda og setji skýra stefnu. Lausn á vandanum er augljós: strax þarf að afnema gjaldeyrishöft, lækka stýrivexti, beita meiri ráðdeild í ríkisrekstri og endurreisa bankakerfið í samstarfi við lánadrottna. Loks þarf ríkisstjórnin að setja skýrar línur um stefnuna í peningamálum þjóðarinnar og undirbúa það teymi í ríkisstjórn og í stjórnkerfinu sem skapar trúverðugleika hér og annarsstaðar og leiðir okkur í gegnum næstu ár. Markaðir Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Sjá meira
Sá efnahagsskellur sem Íslendingar hafa orðið fyrir er af nánast áður óþekktri stærðargráðu í nútímasögunni. Bankakerfið hrundi nánast eins og það lagði sig á einni viku og gengi íslensku krónunnar lækkaði meira en nokkurn gat órað fyrir. Spár gefa til kynna að samdráttur landsframleiðslu verði á bilinu 8-10% á árinu 2009. Þótt Íslendingar séu ýmsu vanir þá verður þetta mesta niðursveifla í efnahagslífinu frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Afleiðingar samdráttarins eru rekstrarerfiðleikar fyrirtækja og vaxandi atvinnuleysi og það er í senn megin áhyggjuefnið og viðfangsefnið á nýju ári. Ég er sannfærður um að ef við tökum rétt á málum á komandi mánuðum getum við sýnt hvers megnugt okkar litla hagkerfi er til að snúa við blaðinu og gert þessa kreppu að móður nýrra tækifæra. Styrkur okkar felst meðal annars í sveigjanleika og viðbragðsflýti sem er hér meiri en í flestum löndum og hugarfari sem hefur einkennst af vinnusemi og samstöðu. En við höfum líka fjárfest skynsamlega á síðustu árum og áratugum í innviðum, menntun, nýjum skólum og komið upp traustu stuðningskerfi við nýsköpun. Þessi fjárfesting sem og eiginleikar okkar nýtast nú sem aldrei fyrr til þess að koma okkur út úr vandanum. Það hefur verið mjög ánægjulegt á undanförnum mánuðum að sjá hvernig fyrirtæki hafa sýnt gríðarlega seiglu og sveigjanleika til að kljást við vandann. Fyrirtækin og starfsfólk þeirra hafa hugsað út fyrir rammann. Í stóru fyrirtæki tóku starfsmenn sig saman og bjuggu til aðgerðaráætlun um hvernig ætti að mæta núverandi efnahagsþrengingum. Saman teiknuðu starfsmennirnir upp sóknarfæri. Könnuðu möguleikann á að innleiða hér nýjar atvinnugreinar og hvernig mætti auka verðmæti framleiðslu í landinu með ýmsum hætti. Allir lögðu sitt af mörkum, hvort sem þeir voru með próf í sameindalíffræði, iðnaðarverkfræði eða einhverju allt öðru – þau fóru sínar eigin leiðir og veltu fyrir sér hvernig hægt væri að halda áfram. Sama hefur verið uppi á teningnum í fjölda annarra fyrirtækja, hjá félagasamtökum og í skólum. Svo lausnadrifið hugarfar heillar þjóðar er líklega okkar verðmætasta auðlind og hún hefur þau makalausu einkenni að því meira sem hún er nýtt því hraðar breiðist hún út. Mesta hættan hjá okkur nú er að hugarfar þjóðarinnar breytist. Sinnuleysi auki vonleysi og reiði segi enn meira til sín. Í framhaldinu breytist hugarfarið til hins verra, nýjar hugmyndir séu talaðar niður, ungt fólk flytji burt og ólíkasta fólk, eins og frumkvöðlar í hundruðum minni útrásarverkefna, verði að blórabögglum núverandi ástands. Alvarlegasta ógnunin við framtíð Íslands er ekki skuldsetning heldur að hugarfarið breytist til hins verra. Við fáum hert og heiftúðugt hugarfar þar sem vantrú ríkir á öllu sem viðkemur framtíðinni, einkaframtaki og ungu fólki með hugmyndir. Ef alþjóðlegu efnahagslægðinni lýkur upp úr miðju næsta ári munu Íslendingar njóta góðs af því og komast fyrr í kraftmikinn vöxt á ný. Til þess þurfum við að viðhalda lausnadrifnu hugarfari en gera um leið kröfu til þess að ríkisstjórnin bregðist skjótar við aðsteðjandi vanda og setji skýra stefnu. Lausn á vandanum er augljós: strax þarf að afnema gjaldeyrishöft, lækka stýrivexti, beita meiri ráðdeild í ríkisrekstri og endurreisa bankakerfið í samstarfi við lánadrottna. Loks þarf ríkisstjórnin að setja skýrar línur um stefnuna í peningamálum þjóðarinnar og undirbúa það teymi í ríkisstjórn og í stjórnkerfinu sem skapar trúverðugleika hér og annarsstaðar og leiðir okkur í gegnum næstu ár.
Markaðir Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Sjá meira