Knattspyrnusamband Evrópu hefur kært franska félagið Marseille eftir að stuðningsmenn liðsins köstuðu kveikjara í Steven Gerrard fyrirliða Liverpool í viðureign liðanna í vikunni.
Franska félagið mun sitja fyrir máli sínu á fundi aganefndar þann 11. desember.
Svipað mál kom upp þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í Frakklandi í semptember, en þá var franska félagið sektað um 12,500 pund eftir að hlut var kastað inn á völlinn.