Nú er kominn hálfleikur í síðari viðureign Manchester United og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Paul Scholes skoraði sitt fyrsta mark í átta mánuði fyrir United með þrumufleyg sem skilur liðin að.
Barcelona byrjaði betur í leiknum en Paul Scholes kom heimamönnum í United yfir með þrumuskoti efst í markhornið á 14. mínútu leiksins. Gianluca Zambrotta gerði mistök þegar hann hreinsaði boltann af teig Barcelona og beint fyrir fætur Scholes, sem þrumaði honum upp í vinkilinn. Glæsilegt mark.
United var heldur stekari aðilinnn eftir markið en bæði lið hafa raunar fengið nokkur ágæt marktækifæri í þessum skemmtilega leik.
Heimamenn eru sem stendur á leið í úrslitaleikinn í Moskvu, en hafa ber í huga að Barcelona nægir að jafna leikinn í 1-1 og þá kemst liðið í úrslitaleikinn á mörkum á útivelli.