...aldrei á meðan við ráðum einhverju Ögmundur Jónasson skrifar 14. apríl 2008 00:01 Fyrir skömmu fór fram á Alþingi umræða um einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. Til sérstakrar umfjöllunar að þessu sinni var útboð á heilli legudeild á Landspítalanum, nánar tiltekið á deild fyrir heilabilaða á Landakoti. Allt var með hefðbundnum hætti við þessa umræðu. Guðlaugur Þór, heilbrigðisráherra, sagði ekkert í reynd vera að gerast og fulltrúar Samfylkingarinnar tóku undir með honum: Ekkert nema gott eitt að gerast. Ég hef grun um að mörgum þyki þessi málflutningur farinn að hljóma nokkuð undarlega, ekki síst eftir að tíðari gerast viðtöl við talsmenn fyrirtækja sem eru að hasla sér völl á sviði heilbrigðisþjónustu og bjóða þar þjónustu einsog um hverja aðra verslunarvöru væri að ræða. Læknismenntaður talsmaður Heilsuverndarstöðvarinnar ehf kom þannig fram í fréttaþætti nýlega til að kynna „pródúkt" og „vöruframboð" hjá nýrri línu fyrirtækis síns. Þessi nýja sölulína hefði fengið heitið „velferðarþjónustan". Nýjasta „pródúkt" þar væru á sérstökum afslætti til gullkorta- og platínkortahafa Kaupþingsbanka. Talsmaðurinn sagði að þetta væri pródúkt „sem hefði ekki verið til á markaði hingað til." Tungutakið er greinilega að breytast í takt við breytingarnar innan heilbrigðisþjónustunnar. Sjúklingur er ekki lengur sjúklingur heldur viðskiptavinur og aðhlynning heitir nú vara eða pródúkt. Talsmenn Samfylkingarinnar eru þessum breytingum annað hvort samþykkir eða þeir eru blindir á umhverfi sitt. Hið síðarnefnda hygg ég að eigi við um Ellert B. Schram, alþingismann. Hann sagði við fyrrnefnda utandagskrárumræðu: „Einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar verður aldrei innleidd hér á landi meðan við ráðum einhverju." Ég held að þessi tiltekni þingmaður sé einlægur velferðarsinni. En skyldi hann hafa hugleitt hvort kunni að vera réttara, að Samfylkingin komi ekki auga á hvað er að gerast, eða hitt að flokkkurinn ráði engu um framvinduna?Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu fór fram á Alþingi umræða um einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. Til sérstakrar umfjöllunar að þessu sinni var útboð á heilli legudeild á Landspítalanum, nánar tiltekið á deild fyrir heilabilaða á Landakoti. Allt var með hefðbundnum hætti við þessa umræðu. Guðlaugur Þór, heilbrigðisráherra, sagði ekkert í reynd vera að gerast og fulltrúar Samfylkingarinnar tóku undir með honum: Ekkert nema gott eitt að gerast. Ég hef grun um að mörgum þyki þessi málflutningur farinn að hljóma nokkuð undarlega, ekki síst eftir að tíðari gerast viðtöl við talsmenn fyrirtækja sem eru að hasla sér völl á sviði heilbrigðisþjónustu og bjóða þar þjónustu einsog um hverja aðra verslunarvöru væri að ræða. Læknismenntaður talsmaður Heilsuverndarstöðvarinnar ehf kom þannig fram í fréttaþætti nýlega til að kynna „pródúkt" og „vöruframboð" hjá nýrri línu fyrirtækis síns. Þessi nýja sölulína hefði fengið heitið „velferðarþjónustan". Nýjasta „pródúkt" þar væru á sérstökum afslætti til gullkorta- og platínkortahafa Kaupþingsbanka. Talsmaðurinn sagði að þetta væri pródúkt „sem hefði ekki verið til á markaði hingað til." Tungutakið er greinilega að breytast í takt við breytingarnar innan heilbrigðisþjónustunnar. Sjúklingur er ekki lengur sjúklingur heldur viðskiptavinur og aðhlynning heitir nú vara eða pródúkt. Talsmenn Samfylkingarinnar eru þessum breytingum annað hvort samþykkir eða þeir eru blindir á umhverfi sitt. Hið síðarnefnda hygg ég að eigi við um Ellert B. Schram, alþingismann. Hann sagði við fyrrnefnda utandagskrárumræðu: „Einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar verður aldrei innleidd hér á landi meðan við ráðum einhverju." Ég held að þessi tiltekni þingmaður sé einlægur velferðarsinni. En skyldi hann hafa hugleitt hvort kunni að vera réttara, að Samfylkingin komi ekki auga á hvað er að gerast, eða hitt að flokkkurinn ráði engu um framvinduna?Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar