Fótbolti

Arsenal ósannfærandi en vann góðan sigur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.

Arsenal vann góðan 2-0 útisigur á FC Twente í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Twente var betra liðið stóran hluta leiksins en mörk frá William Gallas og Emmanuel Adebayor settu Arsenal í góða stöðu fyrir seinni leikinn.

Spilamennska Arsenal í kvöld olli miklum vonbrigðum en lukkudísirnar voru á þeirra bandi. Twente fékk úrvalsfæri til að komast yfir áður en Gallas skoraði eftir aukaspyrnu. Adebayor bætti síðan við marki í lok leiksins.

Seinni leikurinn verður á Emirates vellinum síðar í þessum mánuði.

Lið Arsenal: Almunia, Sagna, Djourou, Gallas, Clichy, Eboue, Ramsey, Denilson, Walcott (Randall 84), Adebayor, Van Persie (Bendtner 88).

Ónotaðir varamenn: Fabianski, Vela, Wilshere, Hoyte, Gibbs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×