Siðfræði Kauphallarinnar Ögmundur Jónasson skrifar 17. nóvember 2008 05:00 Ögmundur Jónasson skrifar um nýju bankaráðin Skipuð hafa verið bankaráð í endurreistum ríkisbönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi og Landsbanka. Skipan í bankaráð endurspeglar að nokkru valdahlutföllin í pólitíkinni, þrír frá stjórnarmeirihluta og tveir frá stjórnarandstöðu í hverju ráði. Þarna er að finna gömul andlit og ný. Jákvætt við listann yfir bankaráðsfólkið er að þarna er að finna fjölbreyttari flóru sjónarmiða en í stjórnum bankanna undanfarin einkavinavæðingarárin. Þá var þar bara eitt viðhorf ríkjandi: Fylgispekt við auðhyggju. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins föstudaginn 7. nóvember segir frá því að Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð og Kauphöllin séu nú að leggja „lokahönd" á leiðbeiningar um stjórnunarhætti í opinberum fyrirtækjum. Þar komi fram að varast beri „að of margir stjórnarmenn komi úr stjórnsýslunni." Mikið er gott til þess að vita, að nú þegar bankarnir eru að komast aftur undir almannaforsjá eftir að stjórnendur þeirra höfðu dregið þjóðina út í dýpra spillingarfen en Íslendingar hafa fengið að kynnast til þessa, skuli þjóðin fá leiðsögn frá siðfræðisérfræðingum Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs. Fréttablaðið segir að þeir vari eindregið við því að fólk „úr stjórnsýslunni" (hvað þýðir það, allir sem starfa innan almannaþjónustunnar?), komi nálægt stjórnum bankanna! Hverjir skyldu þessir sérfræðingar í siðfræði annars vera? Sömu aðilar og kröfðust þess í vor leið að lífeyrissjóðirnir yrðu notaðir í vogunarviðskipti og skortsölubrask?Það vildi Kauphöllin. Það vildi Viðskiptaráð. Það vildi SA. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Og hvaða skelfilega fólk skyldi það vera úr stjórnsýslunni sem er svo varasamt að allt sé vinnandi til að koma í veg fyrir að það sitji í stjórnum banka og annarra stofnana í opinberri eigu? Vill heilög þrenning Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs halda áfram að hagsmunatengja bankana við markaðsaðila? Er ekki einmitt mikilvægt að skera á slík tengsl? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Skoðun Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifar um nýju bankaráðin Skipuð hafa verið bankaráð í endurreistum ríkisbönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi og Landsbanka. Skipan í bankaráð endurspeglar að nokkru valdahlutföllin í pólitíkinni, þrír frá stjórnarmeirihluta og tveir frá stjórnarandstöðu í hverju ráði. Þarna er að finna gömul andlit og ný. Jákvætt við listann yfir bankaráðsfólkið er að þarna er að finna fjölbreyttari flóru sjónarmiða en í stjórnum bankanna undanfarin einkavinavæðingarárin. Þá var þar bara eitt viðhorf ríkjandi: Fylgispekt við auðhyggju. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins föstudaginn 7. nóvember segir frá því að Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð og Kauphöllin séu nú að leggja „lokahönd" á leiðbeiningar um stjórnunarhætti í opinberum fyrirtækjum. Þar komi fram að varast beri „að of margir stjórnarmenn komi úr stjórnsýslunni." Mikið er gott til þess að vita, að nú þegar bankarnir eru að komast aftur undir almannaforsjá eftir að stjórnendur þeirra höfðu dregið þjóðina út í dýpra spillingarfen en Íslendingar hafa fengið að kynnast til þessa, skuli þjóðin fá leiðsögn frá siðfræðisérfræðingum Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs. Fréttablaðið segir að þeir vari eindregið við því að fólk „úr stjórnsýslunni" (hvað þýðir það, allir sem starfa innan almannaþjónustunnar?), komi nálægt stjórnum bankanna! Hverjir skyldu þessir sérfræðingar í siðfræði annars vera? Sömu aðilar og kröfðust þess í vor leið að lífeyrissjóðirnir yrðu notaðir í vogunarviðskipti og skortsölubrask?Það vildi Kauphöllin. Það vildi Viðskiptaráð. Það vildi SA. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Og hvaða skelfilega fólk skyldi það vera úr stjórnsýslunni sem er svo varasamt að allt sé vinnandi til að koma í veg fyrir að það sitji í stjórnum banka og annarra stofnana í opinberri eigu? Vill heilög þrenning Kauphallarinnar, SA og Viðskiptaráðs halda áfram að hagsmunatengja bankana við markaðsaðila? Er ekki einmitt mikilvægt að skera á slík tengsl? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar