Fjármagnsflótti, flot og bankaleynd 3. desember 2008 00:01 Ásgeir Jónsson forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Íslenska krónan á sér formælendur fáa um þessar mundir eftir gríðarlegt gengisfall og setningu strangra fjármagnshafta henni til varnar. Það er því eðlilegt að nú sé hugað að því hvort heppilegt sé að landsmenn slái sína eigin mynt til framtíðar. Vandamálið í sinni einföldustu mynd er þó ekki krónan aðeins sjálf - þ.e. gengisáhætta. Veik staða hennar er endurvarp af stærsta efnahagsvanda Íslendinga, fjármagnsflótta sem höftin halda nú í skefjum. Þennan flótta má ekki aðeins rekja til erlendra fjárfesta heldur einnig Íslendinga sem álíta íslenskt fjármálakerfi ekki lengur öruggan stað til þess að geyma verðmæti. Það getur verið að krónan verði ekki framtíðarmynt Íslendinga en hún hlýtur samt að leika hlutverk í nokkur ár til viðbótar. En einmitt nú er mjög heppilegt að hafa sína eigin peningaprentun til þess að veita lausafé út í atvinnulífið. Einhliða upptaka annarrar myntar hjá skuldsettri þjóð sem á takmarkaðan gjaldeyrisforða og nýtur ekki lánstrausts erlendis er aftur á móti stóravarasöm, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ástæðan er sú að lausafé hagkerfisins verður þá ytri stærð og veltur gjaldeyrisvarasjóði landsins sem varpað er sem grunnfé út í bankakerfið. Það grunnfé getur síðan auðveldlega dregist út úr landinu í millifærslum á milli bankareikninga hérlendis og til erlendra reikninga og þannig komið fjármálakerfinu í þrot nema íslenska ríkið taki ný erlend lán. Einhliða upptaka er því alls ekki sambærileg og inngöngu í myntbandalag Evrópu þar sem myntframboðið hérlendis yrði stutt af öllum seðlabönkum bandalagsins. Einhliða upptaka breytir heldur ekki því vantrausti sem hefur skapast í fjármálakerfinu. Sá vandi er að miklu leyti heimatilbúinn og verður að leysast með pólitískum leiðum. Vandamálið er fjármagnsflóttiÍsland hefur misst lánstraust á erlendri grund og vart hægt að búast við miklu innflæði erlends fjármagns í gegnum erlendar lántökur eins og verið hefur síðustu 20 árin. Erlendir fjárfestar eiga nú einhverja hundruð milljarða í krónueignum sem hér eru lokaðar inni. Þetta er þó allt saman viðráðanlegt og hægt að kljúfa með lánum frá IMF og síðan með viðskiptaafgangi við útlönd. Það sem er ekki viðráðanlegt er innlendur fjármagnsflótti - bæði í bráð og lengd. Sá flótti virðist því miður vera yfirvofandi. Hann er ekki aðeins rekinn áfram af ótta við myntina sjálfa, heldur af hræðslu við að geyma verðmæti inni í íslensku fjármálakerfi þar sem þau frjósa, glatast eða verða að pólitísku bitbeini. Þetta sést vel af því að inneignir á gjaldeyrisreikningum hérlendis hafa verið alveg jafn frosnar og inneignir á krónureikningum þegar kemur að greiðslum til útlanda vegna þess að þjóðarbúið skorti gjaldeyri. Vandræði krónunnar tengjast því trausti á stofnunum landsins. Þessi vandamál hverfa ekki við það eitt að setja nýtt upplag af pappírssnifsum, peningaseðlum í umferð sem ekki eru studdir með neinum lánveitanda til þrautarvara. Íslenska krónan er þvert á móti hemill á fjármagnsflótta þar sem gengislækkun hennar refsar öllum þeim sem vilja flytja peninga úr landi en verðlaunar þá sem vilja koma með peninga inn og verndar þannig lausafjárstöðu kerfisins. Stjórnmálavæðing fjármálalífsinsRíkið varð nauðugt viljugt að taka við íslenska bankakerfinu í vandræðum þess í október og nú reynir á stjórnmálamenn og til þess bærar ríkisstofnanir að endurreisa trúverðugleika þess. Það var afrek að halda greiðslumiðlun og innlendri bankastarfsemi gangandi í gegnum þetta mikla áfall. Ríkisstjórnin og þær stofnanir sem að því máli komu eiga heiður skilinn fyrir það verk. Næstu skref skipta aftur á móti gríðarlega miklu máli en því miður hefur skapast lagaleg óvissa um marga hluti. Ljóst er að ekki er lengur farið að alþjóðlegum leikreglum og hefðbundnum viðmiðum í íslenskum bankaviðskiptum hefur einnig verið ýtt til hliðar að nokkru. Þetta hlaut að vísu að gerast vegna þeirrar neyðar sem skapaðist við gjaldþrotin og þeirrar nauðsynjar að slá skjaldborg um íslenska hagsmuni. Hins vegar er ljóst að ef „stjórnmálavæðing" bankanna er ekki gjörð með öruggum leikreglum mun hún verða gríðarlegur hvati til flótta fyrir íslenska fjármagnseigendur vegna þess réttarlega óöryggis sem hún skapar. Í þessu efni skiptir ekki aðeins máli hvað raunverulega hefur verið gert, heldur einnig hvað alþingismenn, ráðherrar og forustumenn ríkisstofnana lýsa yfir hvað skuli gert. Hér mætti t.d. nefna umræðuna um bankaleynd. Af hverju skiptir bankaleynd máli?Bankaleynd felur í sér þagnarskyldu bankastarfsmanna sem skapar persónuvernd fyrir viðskiptamenn en er ekki til þess að vernda bankamennina sjálfa. Fjárhagsupplýsingar eru viðkvæmar fyrir flesta ef ekki alla - óháð efnahag - þar sem þær eru hluti af einkalífi fólks. Upplýsingar um hvað fólk skuldar, hvað fólk á og í hvað fólk eyðir peningum er það sem þessi þagnarskylda verndar. Bankaleynd kemur því í veg fyrir að hægt sé að kúga fólk sem lendir upp á kant við stjórnvöld, stjórnmálaflokka, ríkisstofnanir, stórfyrirtæki eða jafnvel fyrrverandi maka með því að leka upplýsingum í fjölmiðla eða hvískra þeim með öðrum hætti inn í opinbera vitneskju. Bankaleyndin er því hluti af vernd þegnanna í lýðræðislegu samfélagi. Þessi þagnarskylda á ekki að koma í veg fyrir rannsókn á bönkunum né að lögbrot séu upplýst - hún tryggir aðeins að slíkt sé gert í lögformlegu ferli. Það er gríðarlega mikilvægt að haldið sé í leikreglur lýðræðis, laga og reglu við að færa þessi mál upp á yfirborðið. Réttlæti sem fengið er með því að brjóta allar þessar reglur er því ekki aðeins sýndarréttlæti heldur mun verða til stórskaða fyrir landið þar sem íslenskt fjármálakerfi mun ekki bera þess bætur. Kaldar efnahagsstaðreyndirFrá árinu 1995 hefur íslenskt hagkerfi vaxið með innflæði - lántökum - með fjármagnsviðskiptum við útlönd. Ísland hefur misst lántraust á erlendum vettvangi. Á næstu árum mun erlent fjármagn til fjárfestinga og framkvæmda koma með afgangi á viðskiptum við útlönd. Hins vegar kemur slíkur afgangur fyrir lítið ef hann rennur jafnharðan úr landi vegna fjármagnsflótta. Þetta eru þær köldu efnahagslegu staðreyndir sem nú blasa við. Þegar íslenskt fjármálakerfi var síðast ríkisvætt árið 1930 eftir gjaldþrot Íslandsbanka var sú þjóðnýting studd með fjármagnshöftum í 70 ár. Á slíku er ekki völ nú. Markaðir Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Sjá meira
Íslenska krónan á sér formælendur fáa um þessar mundir eftir gríðarlegt gengisfall og setningu strangra fjármagnshafta henni til varnar. Það er því eðlilegt að nú sé hugað að því hvort heppilegt sé að landsmenn slái sína eigin mynt til framtíðar. Vandamálið í sinni einföldustu mynd er þó ekki krónan aðeins sjálf - þ.e. gengisáhætta. Veik staða hennar er endurvarp af stærsta efnahagsvanda Íslendinga, fjármagnsflótta sem höftin halda nú í skefjum. Þennan flótta má ekki aðeins rekja til erlendra fjárfesta heldur einnig Íslendinga sem álíta íslenskt fjármálakerfi ekki lengur öruggan stað til þess að geyma verðmæti. Það getur verið að krónan verði ekki framtíðarmynt Íslendinga en hún hlýtur samt að leika hlutverk í nokkur ár til viðbótar. En einmitt nú er mjög heppilegt að hafa sína eigin peningaprentun til þess að veita lausafé út í atvinnulífið. Einhliða upptaka annarrar myntar hjá skuldsettri þjóð sem á takmarkaðan gjaldeyrisforða og nýtur ekki lánstrausts erlendis er aftur á móti stóravarasöm, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ástæðan er sú að lausafé hagkerfisins verður þá ytri stærð og veltur gjaldeyrisvarasjóði landsins sem varpað er sem grunnfé út í bankakerfið. Það grunnfé getur síðan auðveldlega dregist út úr landinu í millifærslum á milli bankareikninga hérlendis og til erlendra reikninga og þannig komið fjármálakerfinu í þrot nema íslenska ríkið taki ný erlend lán. Einhliða upptaka er því alls ekki sambærileg og inngöngu í myntbandalag Evrópu þar sem myntframboðið hérlendis yrði stutt af öllum seðlabönkum bandalagsins. Einhliða upptaka breytir heldur ekki því vantrausti sem hefur skapast í fjármálakerfinu. Sá vandi er að miklu leyti heimatilbúinn og verður að leysast með pólitískum leiðum. Vandamálið er fjármagnsflóttiÍsland hefur misst lánstraust á erlendri grund og vart hægt að búast við miklu innflæði erlends fjármagns í gegnum erlendar lántökur eins og verið hefur síðustu 20 árin. Erlendir fjárfestar eiga nú einhverja hundruð milljarða í krónueignum sem hér eru lokaðar inni. Þetta er þó allt saman viðráðanlegt og hægt að kljúfa með lánum frá IMF og síðan með viðskiptaafgangi við útlönd. Það sem er ekki viðráðanlegt er innlendur fjármagnsflótti - bæði í bráð og lengd. Sá flótti virðist því miður vera yfirvofandi. Hann er ekki aðeins rekinn áfram af ótta við myntina sjálfa, heldur af hræðslu við að geyma verðmæti inni í íslensku fjármálakerfi þar sem þau frjósa, glatast eða verða að pólitísku bitbeini. Þetta sést vel af því að inneignir á gjaldeyrisreikningum hérlendis hafa verið alveg jafn frosnar og inneignir á krónureikningum þegar kemur að greiðslum til útlanda vegna þess að þjóðarbúið skorti gjaldeyri. Vandræði krónunnar tengjast því trausti á stofnunum landsins. Þessi vandamál hverfa ekki við það eitt að setja nýtt upplag af pappírssnifsum, peningaseðlum í umferð sem ekki eru studdir með neinum lánveitanda til þrautarvara. Íslenska krónan er þvert á móti hemill á fjármagnsflótta þar sem gengislækkun hennar refsar öllum þeim sem vilja flytja peninga úr landi en verðlaunar þá sem vilja koma með peninga inn og verndar þannig lausafjárstöðu kerfisins. Stjórnmálavæðing fjármálalífsinsRíkið varð nauðugt viljugt að taka við íslenska bankakerfinu í vandræðum þess í október og nú reynir á stjórnmálamenn og til þess bærar ríkisstofnanir að endurreisa trúverðugleika þess. Það var afrek að halda greiðslumiðlun og innlendri bankastarfsemi gangandi í gegnum þetta mikla áfall. Ríkisstjórnin og þær stofnanir sem að því máli komu eiga heiður skilinn fyrir það verk. Næstu skref skipta aftur á móti gríðarlega miklu máli en því miður hefur skapast lagaleg óvissa um marga hluti. Ljóst er að ekki er lengur farið að alþjóðlegum leikreglum og hefðbundnum viðmiðum í íslenskum bankaviðskiptum hefur einnig verið ýtt til hliðar að nokkru. Þetta hlaut að vísu að gerast vegna þeirrar neyðar sem skapaðist við gjaldþrotin og þeirrar nauðsynjar að slá skjaldborg um íslenska hagsmuni. Hins vegar er ljóst að ef „stjórnmálavæðing" bankanna er ekki gjörð með öruggum leikreglum mun hún verða gríðarlegur hvati til flótta fyrir íslenska fjármagnseigendur vegna þess réttarlega óöryggis sem hún skapar. Í þessu efni skiptir ekki aðeins máli hvað raunverulega hefur verið gert, heldur einnig hvað alþingismenn, ráðherrar og forustumenn ríkisstofnana lýsa yfir hvað skuli gert. Hér mætti t.d. nefna umræðuna um bankaleynd. Af hverju skiptir bankaleynd máli?Bankaleynd felur í sér þagnarskyldu bankastarfsmanna sem skapar persónuvernd fyrir viðskiptamenn en er ekki til þess að vernda bankamennina sjálfa. Fjárhagsupplýsingar eru viðkvæmar fyrir flesta ef ekki alla - óháð efnahag - þar sem þær eru hluti af einkalífi fólks. Upplýsingar um hvað fólk skuldar, hvað fólk á og í hvað fólk eyðir peningum er það sem þessi þagnarskylda verndar. Bankaleynd kemur því í veg fyrir að hægt sé að kúga fólk sem lendir upp á kant við stjórnvöld, stjórnmálaflokka, ríkisstofnanir, stórfyrirtæki eða jafnvel fyrrverandi maka með því að leka upplýsingum í fjölmiðla eða hvískra þeim með öðrum hætti inn í opinbera vitneskju. Bankaleyndin er því hluti af vernd þegnanna í lýðræðislegu samfélagi. Þessi þagnarskylda á ekki að koma í veg fyrir rannsókn á bönkunum né að lögbrot séu upplýst - hún tryggir aðeins að slíkt sé gert í lögformlegu ferli. Það er gríðarlega mikilvægt að haldið sé í leikreglur lýðræðis, laga og reglu við að færa þessi mál upp á yfirborðið. Réttlæti sem fengið er með því að brjóta allar þessar reglur er því ekki aðeins sýndarréttlæti heldur mun verða til stórskaða fyrir landið þar sem íslenskt fjármálakerfi mun ekki bera þess bætur. Kaldar efnahagsstaðreyndirFrá árinu 1995 hefur íslenskt hagkerfi vaxið með innflæði - lántökum - með fjármagnsviðskiptum við útlönd. Ísland hefur misst lántraust á erlendum vettvangi. Á næstu árum mun erlent fjármagn til fjárfestinga og framkvæmda koma með afgangi á viðskiptum við útlönd. Hins vegar kemur slíkur afgangur fyrir lítið ef hann rennur jafnharðan úr landi vegna fjármagnsflótta. Þetta eru þær köldu efnahagslegu staðreyndir sem nú blasa við. Þegar íslenskt fjármálakerfi var síðast ríkisvætt árið 1930 eftir gjaldþrot Íslandsbanka var sú þjóðnýting studd með fjármagnshöftum í 70 ár. Á slíku er ekki völ nú.
Markaðir Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Sjá meira