Florent Malouda hefur verið orðaður við þýska stórliðið Bayern München en hann hefur átt erfitt með að vinna sér fast sæti í liði Chelsea síðan hann kom til félagsins í fyrra.
Malouda hefur þó áður sagt að hann vilji vera áfram í herbúðum Chelsea þrátt fyrir þetta.
Samkvæmt þýskum fjölmiðlum mun Bayern München vera að undirbúa átta milljóna punda tilboð í Malouda. Enn fremur að Bayern hafi verið áhugasamt um að fá Malouda í sínar raðir síðan hann var á mála hjá Lyon á sínum tíma.