Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Wales á Laugardalsvelli í næstu viku. Þetta staðfesti Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í hádeginu.
Eiður fékk sig ekki lausan frá Barcelona til að mæta í leikinn á Laugardalsvellinum eftir viku, en hann verður þá á ferðalagi með liði sínu Barcelona.
Stefán Gíslason er heldur ekki í hóp Ólafs en það er vegna meiðsla.
Landsliðshópur Ólafs fyrir leikinn gegn Wales:
Markverðir:
Kjartan Sturluson, Valur
Fjalar Þorgeirsson, Fylkir
Varnarmenn:
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth
Kristján Örn Sigurðsson, Brann
Grétar Rafn Steinsson, Bolton
Ragnar Sigurðsson, Gautaborg
Bjarni Ólafur Eiríksson, Valur
Miðjumenn:
Helgi Valur Daníelsson, Elfsborg
Jónas Guðni Sævarsson, KR
Pálmi Rafn Pálmason, Valur
Aron Einar Gunnarsson, AZ Alkmaar
Eggert Gunþór Jónsson, Hearts
Framherjar:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Vålerenga
Emil Hallfreðsson, Reggina
Hannes Þ. Sigurðsson, Sundsvall
Stefán Þór Þórðarson, ÍA
Theodór Elmar Bjarnason, Lyn
Arnór Smárason, Heerenveen.