María Björg: Fékk gæsahúð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. september 2008 14:30 María Björg Ágústsdóttir, leikmaður KR. Mynd/Stefán María Björg Ágústsdóttir, markvörður í KR, var í dag valinn í íslenska landsliðið sem mætir Frökkum í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2009 á laugardaginn. María tók sér frí frá íslenskri knattspyrnu í tvö tímabil, 2006 og 2007, en gekk svo aftur í raðir KR seint á síðasta ári. Hún hefur svo staðið vaktina í marki KR í sumar og hélt til að mynda hreinu gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitum bikarkeppninnar um síðustu helgi. „Ég var í krefjandi námi í Bandaríkjunum og síðar í Englandi og það var orðið ansi lýjandi að sinna fótboltanum með skólanum. Ég var komin með ágætt í bili,“ sagði hún í samtali við Vísi. „En ég hef stefnt að því í allt ár að komast aftur í landsliðið og ég fékk gæsahúð þegar ég heyrði fréttirnar. Þetta tók sinn tíma en ég er mjög sátt.“ „Ég var líka lengi í landsliðinu áður en ég tók pásuna og hef alltaf óskað þessu liði alls hins besta. Maður segir líka ekki nei við landsliðinu, sé óskað eftir manni þar.“ Aðalmarkvörður landsliðsins hefur verið Þóra B. Helgadóttir og á María ekki von á því að hún velti henni úr sessi um helgina. „Ég held að þetta hafi gengið vel hingað til. En ég mun gera mitt besta til að fá góð úrslit, sama hver mín persónulegu hlutskipti verða.“ Hún telur að það ríki meiri tilhlökkun en stress í landsliðshópnum fyrir leikinn en Íslandi dugir jafntefli í Frakklandi til að tryggja sér beinan þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. Tap þýðir að liðið þarf að fara í umspil um laust sæti. „Þar sem okkur nægir jafntefli eru líkurnar aðeins meiri en minni. Þetta er úrslitaleikur að vissu leyti en mótið er þó ekki búið ef við töpum. Við höfum því minna að tapa en ella.“ Landsliðið er að stórum hluta skipað leikmönnum úr KR og Val en þessi lið mættust í bikarúrslitunum um helgina þar sem KR vann 4-0 sigur. „KR-ingarnir eru í sigurvímu og Valsararnir sorgmæddir. En þessi leikur mun ekkert þvælast fyrir okkur. Þessi rígur er bara inn á vellinum og svo er það búið. Þetta er svo góður hópur í landsliðinu og ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af einhverju veseni.“ Íslenski boltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
María Björg Ágústsdóttir, markvörður í KR, var í dag valinn í íslenska landsliðið sem mætir Frökkum í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2009 á laugardaginn. María tók sér frí frá íslenskri knattspyrnu í tvö tímabil, 2006 og 2007, en gekk svo aftur í raðir KR seint á síðasta ári. Hún hefur svo staðið vaktina í marki KR í sumar og hélt til að mynda hreinu gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitum bikarkeppninnar um síðustu helgi. „Ég var í krefjandi námi í Bandaríkjunum og síðar í Englandi og það var orðið ansi lýjandi að sinna fótboltanum með skólanum. Ég var komin með ágætt í bili,“ sagði hún í samtali við Vísi. „En ég hef stefnt að því í allt ár að komast aftur í landsliðið og ég fékk gæsahúð þegar ég heyrði fréttirnar. Þetta tók sinn tíma en ég er mjög sátt.“ „Ég var líka lengi í landsliðinu áður en ég tók pásuna og hef alltaf óskað þessu liði alls hins besta. Maður segir líka ekki nei við landsliðinu, sé óskað eftir manni þar.“ Aðalmarkvörður landsliðsins hefur verið Þóra B. Helgadóttir og á María ekki von á því að hún velti henni úr sessi um helgina. „Ég held að þetta hafi gengið vel hingað til. En ég mun gera mitt besta til að fá góð úrslit, sama hver mín persónulegu hlutskipti verða.“ Hún telur að það ríki meiri tilhlökkun en stress í landsliðshópnum fyrir leikinn en Íslandi dugir jafntefli í Frakklandi til að tryggja sér beinan þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. Tap þýðir að liðið þarf að fara í umspil um laust sæti. „Þar sem okkur nægir jafntefli eru líkurnar aðeins meiri en minni. Þetta er úrslitaleikur að vissu leyti en mótið er þó ekki búið ef við töpum. Við höfum því minna að tapa en ella.“ Landsliðið er að stórum hluta skipað leikmönnum úr KR og Val en þessi lið mættust í bikarúrslitunum um helgina þar sem KR vann 4-0 sigur. „KR-ingarnir eru í sigurvímu og Valsararnir sorgmæddir. En þessi leikur mun ekkert þvælast fyrir okkur. Þessi rígur er bara inn á vellinum og svo er það búið. Þetta er svo góður hópur í landsliðinu og ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af einhverju veseni.“
Íslenski boltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn