Íslendingur fundinn sekur í Færeyjum Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar 12. apríl 2008 00:01 Birgir Páll og Olavur Jákup Kristoffersen verjandi hans í réttarsal. TEIKNING: JANUS GUTTESEN Kviðdómur í Færeyjum komst að þeirri niðurstöðu síðdegis í gær að 25 ára Íslendingur í Færeyjum, Birgir Páll Marteinsson, væri sekur um vörslu á fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Þyngd refsingar hafði ekki verið ákvörðuð þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Pólstjörnumálið snerist um smygl á um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku, með viðkomu í Færeyjum, hingað til lands. Tveir menn sigldu skútunni með efnunum, en sex menn voru síðan dæmdir vegna málsins. Birgir var fundinn sekur um að hafa efnin í vörslu sinni hluta þess tíma sem tveir af smyglurunum, þeir Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, voru í Færeyjum. Þá var Birgir fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að smygla efnunum á þessum tíma með því að hafa á ýmsan hátt hjálpað skútumönnunum áður en þeir héldu för sinni áfram hingað til lands. Loks var hann sakfelldur fyrir að hafa tekið á móti miklu magni amfetamíns og e-töfludufts sem átti að fara til ónafngreinds manns í Færeyjum. Það ríkti mikill kvíði hjá Birgi og aðstandendum hans í Færeyjum í gærkvöld, þegar beðið var úrskurðar kviðdóms og dómara um þyngd refsingarinnar. „Sonur minn skilur þetta ekki, þetta er eins og að lenda í hakkavél,“ sagði Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Birgis. „Þegar þessir drengir komu til hans og hann vissi hvað var í gangi þá var hann kominn inn í aðstæður sem hann réði ekkert við. Hann varð einfaldlega hræddur. Það er ekkert elsku mamma í fíkniefnaheiminum og hann ætlaði hvorki að fara að leggja vini sína né ættingja heima á Íslandi í hættu. Hann lagði sig í líma að losna við mennina í burtu þegar hann vissi hvers kyns var.“ Nær hálfs árs einangrunarvist sem Birgir mátti sæta hefur verið gagnrýnd. Færeyjadeild Amnesty International hyggst í kjölfarið kanna hversu mikið einangrun er nýtt sem úrræði í færeyskum fangelsum. Pólstjörnumálið Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Kviðdómur í Færeyjum komst að þeirri niðurstöðu síðdegis í gær að 25 ára Íslendingur í Færeyjum, Birgir Páll Marteinsson, væri sekur um vörslu á fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Þyngd refsingar hafði ekki verið ákvörðuð þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Pólstjörnumálið snerist um smygl á um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku, með viðkomu í Færeyjum, hingað til lands. Tveir menn sigldu skútunni með efnunum, en sex menn voru síðan dæmdir vegna málsins. Birgir var fundinn sekur um að hafa efnin í vörslu sinni hluta þess tíma sem tveir af smyglurunum, þeir Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, voru í Færeyjum. Þá var Birgir fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að smygla efnunum á þessum tíma með því að hafa á ýmsan hátt hjálpað skútumönnunum áður en þeir héldu för sinni áfram hingað til lands. Loks var hann sakfelldur fyrir að hafa tekið á móti miklu magni amfetamíns og e-töfludufts sem átti að fara til ónafngreinds manns í Færeyjum. Það ríkti mikill kvíði hjá Birgi og aðstandendum hans í Færeyjum í gærkvöld, þegar beðið var úrskurðar kviðdóms og dómara um þyngd refsingarinnar. „Sonur minn skilur þetta ekki, þetta er eins og að lenda í hakkavél,“ sagði Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Birgis. „Þegar þessir drengir komu til hans og hann vissi hvað var í gangi þá var hann kominn inn í aðstæður sem hann réði ekkert við. Hann varð einfaldlega hræddur. Það er ekkert elsku mamma í fíkniefnaheiminum og hann ætlaði hvorki að fara að leggja vini sína né ættingja heima á Íslandi í hættu. Hann lagði sig í líma að losna við mennina í burtu þegar hann vissi hvers kyns var.“ Nær hálfs árs einangrunarvist sem Birgir mátti sæta hefur verið gagnrýnd. Færeyjadeild Amnesty International hyggst í kjölfarið kanna hversu mikið einangrun er nýtt sem úrræði í færeyskum fangelsum.
Pólstjörnumálið Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira