Keflavík yfir eftir fyrsta leikhluta

Keflvíkingar hafa yfir 29-25 þegar fyrsta leikhluta er lokið í oddaleik liðsins gegn ÍR sem fram fer í Keflavík. Sigurvegarinn í kvöld tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu gegn Snæfelli. Sóknarleikurinn hefur verið í fyrirrúmi eins og sjá má á tölfræðinni og ekki hægt að sjá að menn séu spenntir þrátt fyrir mikilvægi leiksins.