Bandaríski þjálfarinn Ken Webb hefur hætt störfum hjá úrvalsdeildarfélagi Skallagríms í körfubolta.
Á mbl.is kemur fram að það komi í hlut Pálma Sævarssonar fyrirliða liðsins að taka við þjálfuninni, en honum til aðstoðar verði þeir Hafþór Gunnarsson og Finnur Jónsson.
Eins og Vísir greindi frá fyrir viku síðan sagði deildin upp samningi við tvo erlenda leikmenn sína og voru forráðamenn Skallagríms þá vondaufir um að halda Webb þar sem hann þyrfti væntanlega að semja um verulega launalækkun.