Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn á Meistaradeild Evrópu og UEFA-bikarnum til ársins 2012. Þetta er tilkynnt á heimasíðu UEFA.
Stöð 2 Sport mun halda áfram að sinna Meistaradeildinni af stakri prýði og sýnir átta leiki í viku meðan riðlakeppnin fer fram. Þegar úrslitakeppnin hefst verða allir leikir sýndir.
Á heimasíðu UEFA er sagt að virkileg ánægja sé með þessa samninga enda hafi samstarfið við 365 miðla verið gott gegnum árin.