Jæja 4. október 2008 00:01 Landsmenn hafa líklega flestir áttað sig á því að það sem raunverulega getur gerst á Íslandi á næstu vikum, ef allt fer í hundana, er að lífskjör hoppi cirka 25 ár aftur í tímann. Þá erum við að tala um vöruskort í búðum, ekkert klettasalat, sólarlandaferðir til Mallorka sem fjarlægan draum, vanilludropa í partíum, slagsmál um bílavarahluti og biðraðir við fatabúðir sem bjóða stretsbuxur og rúllukragapeysur á vildarkjörum. VIÐ erum komin í hann krappan, er óhætt að segja. Margir eru sveittir á efri vör að tæta skjöl. Krónan er að verða eins og Latabæjarpeningur. Spurning um að fá gjaldeyrislán frá Íþróttaálfinum? Gjaldþrot og atvinnuleysi blasa við. Það er ekkert grín. Vonleysið getur grafið um sig og hrópendur eru víða. Mistökin eru af alls konar toga. Breyskleiki mannskepnunnar blasir við í allri sinni mynd. Græðgi, hroki og efaleysi hafa leikið okkur grátt og naflaskoðun er óhjákvæmileg. HÚN verður athyglisverð, er löngu tímabær og verður gaman að fylgjast með henni og taka þátt. Það sem hins vegar þarf að gera núna er að bretta upp ermar, setja allt af stað, snúa bökum saman og massa þennan vanda sem steðjar að okkur. Allt upp á borðið, allir að borðinu og klára dæmið. Ekkert rugl. KR-ingar, Valsmenn, Gaflarar og Garðbæingar, SA og ASÍ, Davíð og Jón Ásgeir, Glitnir, Geir og stjórnmálamenn allir: Nú er að duga eða drepast. VIÐ erum í þessu saman. Nú þurfa landsleiðtogar að láta af öllum skuggalegum næturfundum, brölti niður brunastiga og læðupokastjórnmálum. Nú þarf að tala. Eyða óvissu. Segja frá. Stilla saman strengi. Við Íslendingar erum engir aumingjar. Við ætlum ekki að láta einhverja alþjóðamarkaðspésa snúa okkur niður svo glatt hér á norðurhjara án þess að bregðast við. NÚ duga heldur engar skammtímalausnir, landsmenn góðir. Ekkert „þetta-reddast-látum bara-Dorrit-hringja-í-vini-sína-hugarfar“. Við þurfum að horfa fram á við af kjarki og taka stórar ákvarðanir byggðar á svörum við stórum spurningum. Hvaða vinaþjóðir eigum við í heiminum? Hverjir eru okkar bandamenn og bakhjarlar? Þurfum við evru og ESB? ÞAÐ er komið að þeirri stund sem allir Íslendingar þekkja. Upplausnarástand og losarabragur endar alltaf hér á landi með því að einhver stendur upp og segir: Jæja. NÚ verðum við að fara að gera eitthvað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun
Landsmenn hafa líklega flestir áttað sig á því að það sem raunverulega getur gerst á Íslandi á næstu vikum, ef allt fer í hundana, er að lífskjör hoppi cirka 25 ár aftur í tímann. Þá erum við að tala um vöruskort í búðum, ekkert klettasalat, sólarlandaferðir til Mallorka sem fjarlægan draum, vanilludropa í partíum, slagsmál um bílavarahluti og biðraðir við fatabúðir sem bjóða stretsbuxur og rúllukragapeysur á vildarkjörum. VIÐ erum komin í hann krappan, er óhætt að segja. Margir eru sveittir á efri vör að tæta skjöl. Krónan er að verða eins og Latabæjarpeningur. Spurning um að fá gjaldeyrislán frá Íþróttaálfinum? Gjaldþrot og atvinnuleysi blasa við. Það er ekkert grín. Vonleysið getur grafið um sig og hrópendur eru víða. Mistökin eru af alls konar toga. Breyskleiki mannskepnunnar blasir við í allri sinni mynd. Græðgi, hroki og efaleysi hafa leikið okkur grátt og naflaskoðun er óhjákvæmileg. HÚN verður athyglisverð, er löngu tímabær og verður gaman að fylgjast með henni og taka þátt. Það sem hins vegar þarf að gera núna er að bretta upp ermar, setja allt af stað, snúa bökum saman og massa þennan vanda sem steðjar að okkur. Allt upp á borðið, allir að borðinu og klára dæmið. Ekkert rugl. KR-ingar, Valsmenn, Gaflarar og Garðbæingar, SA og ASÍ, Davíð og Jón Ásgeir, Glitnir, Geir og stjórnmálamenn allir: Nú er að duga eða drepast. VIÐ erum í þessu saman. Nú þurfa landsleiðtogar að láta af öllum skuggalegum næturfundum, brölti niður brunastiga og læðupokastjórnmálum. Nú þarf að tala. Eyða óvissu. Segja frá. Stilla saman strengi. Við Íslendingar erum engir aumingjar. Við ætlum ekki að láta einhverja alþjóðamarkaðspésa snúa okkur niður svo glatt hér á norðurhjara án þess að bregðast við. NÚ duga heldur engar skammtímalausnir, landsmenn góðir. Ekkert „þetta-reddast-látum bara-Dorrit-hringja-í-vini-sína-hugarfar“. Við þurfum að horfa fram á við af kjarki og taka stórar ákvarðanir byggðar á svörum við stórum spurningum. Hvaða vinaþjóðir eigum við í heiminum? Hverjir eru okkar bandamenn og bakhjarlar? Þurfum við evru og ESB? ÞAÐ er komið að þeirri stund sem allir Íslendingar þekkja. Upplausnarástand og losarabragur endar alltaf hér á landi með því að einhver stendur upp og segir: Jæja. NÚ verðum við að fara að gera eitthvað.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun