Nú er búið að velja úrvalsliðin í karla- og kvennaflokki sem mæta landsliðum Íslands í æfingaleikjum í körfubolta í Keflavík á morgun. Þá hafa átta leikmenn skráð sig til leiks í troðkeppni sem verður í hálfleik á karlaleiknum.
Jón Halldór Eðvarðsson hefur valið úrvalslið kvenna sem mætir landsliðinu klukkan 13:30 á morgun og er það skipað eftirtöldum leikmönnum:
Pálína Gunnlaugsdóttir - Keflavík
Rannveig Randversdóttir - Keflavík
Telma B. Fjalarsdóttir - Haukar
Íris Sverrisdóttir - Grindavík
Ólöf Helga Pálsdóttir - Grindavík
Þórunn Bjarnadóttir - Valur
Kesha Watson - Keflavík
Monique Martin - KR
Tiffany Roberson - Grindavík
Kiera Hardy - Haukum
La K Barkus - Hamar
Molly Peterman - Valur
Það kemur í hlut Benedikts Guðmundssonar, þjálfara Íslandsmeistara KR, að velja úrvalsliðið í karlaflokki og þar er valinn maður í hverju rúmi. Uppistaðan í liði Benedikts eru erlendir leikmenn sem spila hérlendis. Karlaleikurinn hefst klukkan 15:30.
BA Walker - Keflavík
Tommy Johnson - Keflavík
Jonathan Griffin - Grindavík
Justin Shouse - Snæfell
Dimitar Karadzovski - Stjörnunni
Cedric Isom - Þór Akureyri
Damon Bailey - Njarðvík
Joshua Helm - KR
Óðinn Ásgeirsson - Þór Akureyri
Fannar Helgason - Stjarnan
Darri Hilmarsson - KR
Til stendur að leikirnir verði sýndir í beinni útsendingu á vefsíðunni Karfan.is, en það er reyndar háð því að tæknin verði á bandi síðuhaldara á morgun.