Körfubolti

Grindavík og Haukar mætast í úrslitum

Grindavíkurstúlkur fagna sætinu í úrslitaleiknum
Grindavíkurstúlkur fagna sætinu í úrslitaleiknum Mynd/Víkurfréttir/JónBjörn

Það verða Grindavík og Haukar sem leika til úrslita í Lýsingarbikar kvenna í körfubolta. Grindavík vann í kvöld góðan sigur á Keflavík á heimavelli 66-58 og tryggði sætið í úrslitaleiknum, en í gær lögðu Haukar Fjölni örugglega í hinum undanúrslitaleiknum.

Keflavíkurliðið gerði sér erfitt um vik með slæmri byrjun í leiknum, en liðið skoraði aðeins 6 stig í fyrsta leikhlutanum og 23 allan fyrri hálfleikinn.

Tiffany Roberson skoraði 19 stig og hirti 15 fráköst fyrir Grindavík, Joanna Skiba skoraði 15 stig, gaf 7 stoðsendingar og hirti 6 fráköst og Pétrúnella Skúladóttir skoraði 12 stig og hirti 14 fráköst.

Susanne Biemer skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst fyrir Keflavík, Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 16 stig og hirti 10 fráköst og TaKesha Watson skoraði 13 stig og hirti 7 fráköst, en hitti reyndar mjög illa úr skotum sínum og munaði um minna fyrir Keflavíkurliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×