Meistaradeildin: Arsenal vann AC Milan á Ítalíu Elvar Geir Magnússon skrifar 4. mars 2008 18:56 Úr viðureign AC Milan og Arsenal. Andrea Pirlo og Vassiriki Diaby eigast við. Ensku liðin Arsenal og Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Arsenal sýndi frábæra frammistöðu á Ítalíu og sló út núverandi Evrópumeistara. Þetta voru síðari leikir þessara liða í sextán liða úrslitum. Hér að neðan má sjá úrslitin í leikjunum en innan sviga er staðan eins og hún var samtals úr báðum viðureignum. Leikur Sevilla og Fenerbache fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni þar sem tyrkneska liðið bar sigur úr býtum.AC Milan - Arsenal 0-2 (Samtals: 0-2)Arsenal vann frækinn sigur á AC Milan. Liðið bjargaði á marklínu snemma leiks en það gerði Cesc Fabregas eftir horn. Þá fékk Pato dauðafæri eftir undirbúning Kaka en var of kærulaus og skot slappt. AC Milan byrjaði betur en svo komst Arsenal betur inn í leikinn og átti Fabregas skot í slá eftir rúmlega hálftíma leik. Markalaust í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Arsenal tvö mjög góð færi sem ekki nýttust. Fabregas kórónaði leik sinn með því að koma Arsenal yfir á 84. mínútu með skoti af löngu færi. Emmanuel Adebayor innsiglaði síðan verðskuldaðan sigur Arsenal eftir undirbúning Theo Walcott. Fyrsta mark Adebayor í Meistaradeildinni. Þetta var sögufrægur sigur enda í fyrsta sinn sem enskt lið vinnur AC Milan á San Siro.Barcelona - Celtic 1-0 (Samtals: 4-2)Það tók Börsunga aðeins þrjár mínútur að komast yfir en þá skoraði Xavi. Það reyndist eina mark leiksins og Barcelona örugglega áfram. Thierry Henry kom af bekknum á 38. mínútu í staðinn fyrir Messi sem meiddist. Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á varamannabekk Börsunga en kom inn sem varamaður á 82. mínútu fyrir markaskorarann Xavi. Cristiano Ronaldo skoraði. Man Utd - Lyon 1-0 (Samtals: 2-1)Manchester United hafði undirtökin í fyrri hálfleiknum og portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo braut ísinn fjórum mínútum fyrir hálfleik. 30 mörk í 30 leikjum hjá Ronaldo! Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka fékk United álitlega sókn en Wayne Rooney fór illa að ráði sínu. Skömmu síðar skaut Keita í stöngina á marki United. Annars var ekki mikið um færi í þessum leik og Manchester United kemst áfram í átta liða úrslitin.Sevilla - Fenerbache 3-2 (Samtals: 5-5)(Fenerbache áfram eftir sigur í vítakeppni) Daniel Alves kom spænska liðinu yfir á 5. mínútu og Keita bætti síðan við öðru marki. Bæði mörkin skrifast að stóru leyti á Volkan Demirel, markvörð tyrkneska liðsins. Fenerbache minnkaði muninn úr sinni fyrstu sókn en það gerði hinn brasilíski Deivid á 20. mínútu. Fyrir hálfleik bætti Sevilla síðan þriðja markinu við. Það skoraði Freddie Kanoute. Staðan 3-1 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn fjörlegur og sá fyrri. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Deivid sitt annað mark og minnkaði muninn fyrir Fenerbache í 3-2. Liðið vann fyrri leikinn með sama mun og því var framlengt. Ekkert var skorað í framlengingunni og því farið í vítaspyrnukeppni þar sem Fenerbache bar sigur úr býtum. Volkan markvörður Fenerbache bætti upp fyrir mistök sínum í leiknum og varði þrjár spyrnur. Gang vítaspyrnukeppninnar má sjá hér að neðan:1-0 Kanoute skorar1-1 Vederson skorar 1-1 Varið frá Escude 1-1 Varið frá Edu2-1 Dragutinovic skorar2-2 Aurelio skorar 2-2 Varið frá Maresca2-3 Kezman skorar 2-3 Varið frá Alves Þetta er í fyrsta sinn sem Fenerbache kemst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Ensku liðin Arsenal og Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Arsenal sýndi frábæra frammistöðu á Ítalíu og sló út núverandi Evrópumeistara. Þetta voru síðari leikir þessara liða í sextán liða úrslitum. Hér að neðan má sjá úrslitin í leikjunum en innan sviga er staðan eins og hún var samtals úr báðum viðureignum. Leikur Sevilla og Fenerbache fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni þar sem tyrkneska liðið bar sigur úr býtum.AC Milan - Arsenal 0-2 (Samtals: 0-2)Arsenal vann frækinn sigur á AC Milan. Liðið bjargaði á marklínu snemma leiks en það gerði Cesc Fabregas eftir horn. Þá fékk Pato dauðafæri eftir undirbúning Kaka en var of kærulaus og skot slappt. AC Milan byrjaði betur en svo komst Arsenal betur inn í leikinn og átti Fabregas skot í slá eftir rúmlega hálftíma leik. Markalaust í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Arsenal tvö mjög góð færi sem ekki nýttust. Fabregas kórónaði leik sinn með því að koma Arsenal yfir á 84. mínútu með skoti af löngu færi. Emmanuel Adebayor innsiglaði síðan verðskuldaðan sigur Arsenal eftir undirbúning Theo Walcott. Fyrsta mark Adebayor í Meistaradeildinni. Þetta var sögufrægur sigur enda í fyrsta sinn sem enskt lið vinnur AC Milan á San Siro.Barcelona - Celtic 1-0 (Samtals: 4-2)Það tók Börsunga aðeins þrjár mínútur að komast yfir en þá skoraði Xavi. Það reyndist eina mark leiksins og Barcelona örugglega áfram. Thierry Henry kom af bekknum á 38. mínútu í staðinn fyrir Messi sem meiddist. Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á varamannabekk Börsunga en kom inn sem varamaður á 82. mínútu fyrir markaskorarann Xavi. Cristiano Ronaldo skoraði. Man Utd - Lyon 1-0 (Samtals: 2-1)Manchester United hafði undirtökin í fyrri hálfleiknum og portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo braut ísinn fjórum mínútum fyrir hálfleik. 30 mörk í 30 leikjum hjá Ronaldo! Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka fékk United álitlega sókn en Wayne Rooney fór illa að ráði sínu. Skömmu síðar skaut Keita í stöngina á marki United. Annars var ekki mikið um færi í þessum leik og Manchester United kemst áfram í átta liða úrslitin.Sevilla - Fenerbache 3-2 (Samtals: 5-5)(Fenerbache áfram eftir sigur í vítakeppni) Daniel Alves kom spænska liðinu yfir á 5. mínútu og Keita bætti síðan við öðru marki. Bæði mörkin skrifast að stóru leyti á Volkan Demirel, markvörð tyrkneska liðsins. Fenerbache minnkaði muninn úr sinni fyrstu sókn en það gerði hinn brasilíski Deivid á 20. mínútu. Fyrir hálfleik bætti Sevilla síðan þriðja markinu við. Það skoraði Freddie Kanoute. Staðan 3-1 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn fjörlegur og sá fyrri. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Deivid sitt annað mark og minnkaði muninn fyrir Fenerbache í 3-2. Liðið vann fyrri leikinn með sama mun og því var framlengt. Ekkert var skorað í framlengingunni og því farið í vítaspyrnukeppni þar sem Fenerbache bar sigur úr býtum. Volkan markvörður Fenerbache bætti upp fyrir mistök sínum í leiknum og varði þrjár spyrnur. Gang vítaspyrnukeppninnar má sjá hér að neðan:1-0 Kanoute skorar1-1 Vederson skorar 1-1 Varið frá Escude 1-1 Varið frá Edu2-1 Dragutinovic skorar2-2 Aurelio skorar 2-2 Varið frá Maresca2-3 Kezman skorar 2-3 Varið frá Alves Þetta er í fyrsta sinn sem Fenerbache kemst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn