Fótbolti

Kaka: Arsenal átti skilið að vinna

Nordic Photos / Getty Images

Brasilíski miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan segir að sigur Arsenal í viðureign liðanna í gærkvöld hafi verið verðskuldaður og segir það mikið áfall fyrir Evrópumeistarana að vera fallnir úr leik í Meistaradeildinni.

Arsenal vann frækinn 2-0 sigur á San Siro í gær í leik þar sem fáir hefðu veðjað á sigur enska liðsins eftir 0-0 jafntefli í fyrri leiknum á Emirates.

"Arsenal spilaði mjög vel - betur en við. Við höfum verið í vandræðum í sókninni og vorum ekki betri en þetta. Núna verðum við að einbeita okkur að því að ná fjórða sætinu í deildinni svo við komumst í Meistaradeildina á næsta ári. Við verðum að ná okkur af þessu áfalli," sagði Kaka og vill ekki meina að komið sé að kynslóðaskiptum í Milan liðinu.

"Við vorum óheppnir að mæta Arsenal á þessu stigi keppninnar, en það er engin örvænting í herbúðum okkar. Við munum stokka eitthvað upp í liðinu en þessi hópur er ekki búinn að segja sitt síðasta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×